Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Smokkurinn er góð vörn til að forðast kynsjúkdóma.
Smokkurinn er góð vörn til að forðast kynsjúkdóma.
Líf og starf 16. janúar 2023

Kynsjúkdómum fjölgar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2021, sem kom út fyrir skömmu, er fjallað um faraldsfræði tilkynningarskyldra sjúkdóma í samanburði við fyrri ár.

Á árinu 2021, eins og á árinu 2020, snerist starfsemi sóttvarnalæknis að miklu leyti um Covid-19.

Vegna sóttvarnaaðgerða gegn Covid-19 þá fækkaði sumum öðrum sýkingum, bæði öndunarfæra- og meltingarfærasýkingum, sem leiddi einnig til minni sýklalyfjanotkunar, en nýgengi flestra tilkynningarskyldra sjúkdóma hélst hins vegar að mestu óbreytt. Samkvæmt skýrslunni fjölgaði tilfellum kynsjúkdóma, að klamydíu undanskilinni, árið 2021 frá árinu þar á undan. Mest er fjölgunin í tilfelli lekanda og talsvert fleiri karlmenn en konur smituðust af kynsjúkómum árið 2021.

Svipaður fjöldi klamydíusýkinga greindist árið 2021 og árin á undan, eða 1.805. Kynjahlutföllin voru nokkuð jöfn, 53% konur og 47% karla.

Lekandi

Fleiri greindust með lekanda á árinu 2021 en árið á undan, eða 107 tilfelli. Flestir höfðu íslenskt ríkisfang, 59%, og karlmenn voru í miklum meirihluta, eða 80%. Lekandabakteríur, sem eru fjölónæmar fyrir sýklalyfjum, eru vaxandi vandamál erlendis og því tímaspursmál hvenær þær verða það hér á landi. Eftir árið 1990 dró mjög úr nýgengi sjúkdómsins en á síðari árum hefur hann smám saman aukist á ný.

Sárasótt

Á árinu 2021 greindust 49 einstaklingar með sárasótt, sem er töluvert fleiri en undanfarin ár. Karlmenn voru í miklum meirihluta meðal þeirra sem greindust með sárasótt, 46 talsins, eða 94%. Af þeim sem greindust höfðu 53% íslenskt ríkisfang en aðrir erlent. Þessi faraldur hefur síðustu ár fyrst og fremst tengst körlum sem hafa kynmök við karla en ljóst er að hann getur einnig náð til kvenna.

HIV/alnæmi

Árið 2021 greindist 21 einstaklingur með nýja HIV-sýkingu. Þar af voru 71% karlar og 29% konur. Flestir sem greindust á árinu, eða 11 talsins, smituðust vegna kynmaka samkynhneigðra karla, sjö vegna kynmaka gagnkynhneigðra og einn vegna neyslu fíkniefna í æð. Tveir karlmenn greindust með alnæmi árið 2021 en engin kona.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...