Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kynning stjórnvalda á Matvælastefnu fyrir Ísland
Mynd / Odd Stefan
Fréttir 10. desember 2020

Kynning stjórnvalda á Matvælastefnu fyrir Ísland

Höfundur: smh

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynna Matvælastefnu fyrir Ísland í dag fimmtudaginn 10.desember kl 11:30. Streymt verður beint frá kynningunni hér á vefnum.

Þetta er í fyrsta sinn sem mörkuð er matvælastefna fyrir Ísland og mun hún ná til ársins 2030. Markmið hennar er að tryggja aðgengi að góðum mat, auka heilbrigði þjóðarinnar í sátt við umhverfi og náttúru og leggja grunninn að meiri verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi.

Við mótun matvælastefnunnar voru fimm lykilþættir hafðir að leiðarljósi: Verðmætasköpun, neytendur, ásýnd og öryggi, umhverfið og lýðheilsa. Í matvælastefnunni er einnig sett fram aðgerðabundin áætlun sem miðar að því að mæta áskorunum framtíðarinnar.

Dagskrá:
  • Ávarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra
  • Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Kynning á Matvælastefnu Vala Pálsdóttir, formaður verkefnastjórnar Matvælastefnu
  • Kynning á aðgerðaráætlun
Örerindi:
  • Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup
  • Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Landsambands Kúabænda
  • Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður og eigandi Slippsins í Vestmannaeyjum
  • Anna Kristín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel
  • Þóra Þórisdóttir, eigandi Matarbúðarinnar Nándarinnar

Vilhelm Anton Jónsson, stýrir fundinum

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...