Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kynning stjórnvalda á Matvælastefnu fyrir Ísland
Mynd / Odd Stefan
Fréttir 10. desember 2020

Kynning stjórnvalda á Matvælastefnu fyrir Ísland

Höfundur: smh

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynna Matvælastefnu fyrir Ísland í dag fimmtudaginn 10.desember kl 11:30. Streymt verður beint frá kynningunni hér á vefnum.

Þetta er í fyrsta sinn sem mörkuð er matvælastefna fyrir Ísland og mun hún ná til ársins 2030. Markmið hennar er að tryggja aðgengi að góðum mat, auka heilbrigði þjóðarinnar í sátt við umhverfi og náttúru og leggja grunninn að meiri verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi.

Við mótun matvælastefnunnar voru fimm lykilþættir hafðir að leiðarljósi: Verðmætasköpun, neytendur, ásýnd og öryggi, umhverfið og lýðheilsa. Í matvælastefnunni er einnig sett fram aðgerðabundin áætlun sem miðar að því að mæta áskorunum framtíðarinnar.

Dagskrá:
  • Ávarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra
  • Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Kynning á Matvælastefnu Vala Pálsdóttir, formaður verkefnastjórnar Matvælastefnu
  • Kynning á aðgerðaráætlun
Örerindi:
  • Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup
  • Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Landsambands Kúabænda
  • Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður og eigandi Slippsins í Vestmannaeyjum
  • Anna Kristín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel
  • Þóra Þórisdóttir, eigandi Matarbúðarinnar Nándarinnar

Vilhelm Anton Jónsson, stýrir fundinum

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.