Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hans Þór Hilmarsson og Kylja frá Stóra-Vatnsskarði sem var sýnd á Fjórðungsmóti Vesturlands árið 2017 í Borgarnesi.
Hans Þór Hilmarsson og Kylja frá Stóra-Vatnsskarði sem var sýnd á Fjórðungsmóti Vesturlands árið 2017 í Borgarnesi.
Mynd / Eiðfaxi
Fréttir 11. júní 2021

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands

Fjórðungsmót á Vesturlandi verður haldið dagana 7. júlí – 11. júlí í Borgarnesi. Hross, sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði, eiga þátttökurétt á kynbótasýningu á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut.

Ákveðinn fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki á þátttökurétt og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða (sjá fjölda í töflu 1). Miðað er við að 68 kynbótahross verði á mótinu þar sem um 75% hrossa í hverjum flokki verða valin eftir aðaleinkunn og um 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs. Er þetta gert til að auðvelda bestu klárhrossum með tölti að komast inn á mótið. Þetta er sama leið og áætlað var að fara fyrir síðasta Landsmót.

 

4 vetra

5 vetra

6 vetra

7 v. og eldri

Samtals

Stóðhestar

8

8

8

6

30

Hryssur

8

14

10

6

38

Tafla 1. Fjöldi kynbótarhrossa á FM 2021

Stöðulisti verður birtur í WorldFeng sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu. Eins verða eigendur hrossa, sem vinna sér þátttökurétt á mótinu, en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum beðnir um að láta vita fyrir 22. júní nk. Þá er hægt að bjóða eigendum hrossa sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.