Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kryddjurtahjúpaður lambahryggvöðvi
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 19. nóvember 2021

Kryddjurtahjúpaður lambahryggvöðvi

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Kryddjurtahjúpaður lambahryggvöðvi, með grænkáli, brokkolí og ratatouille.

Kryddjurtahjúpaður lambahryggvöðvi  
  • 1-2 stk. lambafille
  • Marinering:
  • 1 stk. sítrónubörkur af einni sítrónu
  • 2 stk. grein rósmarín
  • nokkrar greinar timian
  • 3 g geirar hvítlaukur
  • 50 ml olía
  • smá pipar
  • hunang og sinnep eftir smekk

Aðferð

Vinnið saman kryddið í matvinnsluvél eða mortéli og kryddleggið kjötið í allt að 24 klst.

Brúnað 70 prósent á fituhliðinni á pönnu, kryddað með salti og pipar.

Penslið með hunangi og sinnepi. Bakið í ofni í 90 gráður eða þar til kjötið nær 55 í kjarna, svo skotið á kjötið í þrjár mínútur á hærri hita (130 gráður) – eða þar til kjötið nær 60 gráðum í kjarna.

Setjið svo fullt af íslensku grænmeti og notið tækifærið á meðan það er enn til í verslunum. Grænkál og brokkolí gefa fallegan lit, eða notið grænmeti úr gróðurhúsum sem hægt er að fá íslenskt allt árið. Til dæmis er ratatouille mjög gott sem meðlæti.

Ratatouille:
  • ½ stk.   grænn kúrbítur
  • ½ stk.   gulur kúrbítur
  • ½ stk.   eggaldin
  • 3 stk. paprika blandaðir litir
  • Tómatmauk eða niðursoðnir tómatar
  • salt og pipar
  • 1 búnt   basil

Aðferð

Paprikan smurð með olíu og ristuð í ofni á 230 gráðum í um 10 mínútur eða þangað til hún verður vel gullbrúnuð að utan. Þá er hún sett í dall og lokað með plastfilmu, skræld og skorin í teninga – um tvo sentímetra á kant.

Allt grænmetið er skorið í eins teninga og paprikan, svo er það léttsteikt, hver tegund sér til að halda litnum, á pönnu í olíu þar til það verður al dente, því haldið aðskildu og snöggkælt á bakka og látið leka allan umfram safa úr.

Rétt áður en leggja á upp þá er grænmetinu blandað og kryddað til með tómat purra, basil, salti og pipar. Og setjið fallega á diska.

 

Superfood blá spirulina smoothie-skál

Hlaðin ofurfæði og ávöxtum, skál sem er ljúffeng og orkuhlaðin, hollur morgunverður sem er mjög auðvelt að búa til sjálfur. Hollir bláþörungar gefa fallegan lit og fullt af næringarefnum, fæst í heilsubúðum og á netinu.

1 bolli bananar, frosnir, skornir í bita

2 bollar mangó, frosið, skorið í bita

1/2 tsk. blátt spirulina duft

3/4 bolli möndlumjólk, ósykruð, óbragðbætt (meira ef þörf krefur til að fá þá þykkt sem þú vilt.)

Möndlur, granóla, jarðarber, bláber, hindber, kókos, hampfræ og ögn af hunangi til að nota sem álegg ef vill.

Bætið öllu hráefninu í matvinnsluvél  eða öflugan blandara. Púlsið þar til það er blandað og slétt.

Hellið í skál og toppið ef vill með áleggi að eigin vali. Til dæmis  eru möndlur, granóla, jarðarber, bláber, hindber, kókos, hampfræ og ögn af hunangi.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.