Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kryddjurtir eru ýmist ein- eða tvíærar eða fjölærar og misharðgerðar við íslenskar aðstæður.
Kryddjurtir eru ýmist ein- eða tvíærar eða fjölærar og misharðgerðar við íslenskar aðstæður.
Á faglegum nótum 16. ágúst 2021

Krydd í tilveruna

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir og Guðríður Helgadóttir

Hver hefur ekki áhuga á því að fá dálítið krydd í tilveruna? Kryddjurtir fást í miklu úrvali í gróðrarstöðvum og er nokkuð algengt að fólk þjáist af töluverðum valkvíða þegar það stendur frammi fyrir kryddjurtastóðinu.

Graslaukur í fullum skrúða.

Þessar bragðgóðu plöntur eru ýmist ein- eða tvíærar eða fjölærar og misharðgerðar við íslenskar aðstæður en hver og einn ætti að geta fundið plöntur sem henta bæði bragðlaukum og vaxtarskilyrðum heima við. Fjölærar kryddjurtir er sniðugt að gróðursetja í og við matjurtagarðinn þar sem þær standa áfram næstu ár. Í þessum flokki eru til dæmis graslaukur, blóðberg, piparmynta, skessujurt og kjarrmynta. Ein- eða tvíærar kryddjurtir, eins og kóríander, steinselja og dill má vissulega gróðursetja í matjurtagarðinn en einnig er sniðugt að raða saman nokkrum lykiltegundum í ker og/eða potta og hafa við höndina nálægt grillinu eða eldhúsglugganum, þá er fljótlegt að nálgast þær í matseldina.

Almennt vilja þessar kryddtegundir sólríkan vaxtarstað og frjósaman jarðveg og ef þær eru ræktaðar í pottum yfir sumarið er nauðsynlegt að fylgjast vel með vökvun, jafnvel vökva þær með blómaáburði einu sinni til tvisvar í viku. Basilika er gjarnan seld í gróðrarstöðvum en hún er kuldaskræfa og hentar því best að hafa hana í gróðurhúsi eða inni í eldhúsi á sæmilega björtum stað.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...