Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar.
Fréttir 8. maí 2019

Krónan hlaut Kuðunginn

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, veitti Krónunni í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlinda­ráðu­neytis­ins, fyrir framúr­skarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári.

Við sama tækifæri voru nem­endur í Ártúnsskóla í Reykjavík og Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu á Krónunni sem handhafa Kuðungsins kemur fram að allt frá árinu 2015 hafi fyrirtækið markvisst unnið að samfélagslegri ábyrgð og umhverfismálum í sínum rekstri. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða viðskiptavinum umhverfisvænar og lífrænt ræktaðar vörur auk þess sem Krónan hefur gripið til aðgerða til að sporna við hvers kyns sóun. M.a. hefur verið dregið úr orkunotkun fyrirtækisins með orkusparandi aðgerðum og dregið hefur verið úr sóun á pappír og pappa, m.a. með því að hætta prentun á fjölpósti sem áður var dreift á heimili landsmanna. Eins hefur pappakössum verið skipt út fyrir fjölnota kassa við innflutning á ferskvöru. Almennur úrgangur sem fer til urðunar hefur dregist saman um tæp 19% og verulega hefur verið dregið úr plastnotkun, m.a. með nýjum umbúðum fyrir ferska kjötvöru. Þá hefur með markvissum aðgerðum verið dregið úr matarsóun hjá fyrirtækinu, eða um 50%.

„Að draga úr matarsóun er mjög stórt verkefni. Það að stíga fram og segjast ætla að taka á matarsóun er ákveðið ferli, og hefur Krónan náð eftirtektarverðum árangri á því sviði“, segir í rökstuðningi dómnefndar.
Verðlaunagripinn, Kuðunginn, sem Krónan hlaut, gerði að þessu sinni listakonan Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir. Þá öðlast Krónan rétt til að nýta merki verðlaunanna í kynningu á starfsemi sinni.

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...