Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Krækiber í himnaríki
Á faglegum nótum 19. ágúst 2021

Krækiber í himnaríki

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Í huga sérhvers Íslendings virðist búa þörf til að rækta ávexti og ber. Takist það, er það sem staðfesting, jafnvel nokkurs konar réttlæting á að hér megi búa sæmilega.

Ræktendur hafa lengi horft öfundaraugum til epla- og perutrjáa, suðrænna aldingarða og berjaakra á ferðum sínum um fjarlægar deildir jarðar.

Hér er auðvitað hægt að rækta nokkrar berjategundir með árangri og þá gjarnan með aðstoð gróðurhúsa eða sólreita.

Nú stunda garðyrkjubændur ræktun jarðarberja, hindberja, brómberja og kirsiberja til að seðja sárasta berjahungrið en langmestur meirihluti er þó fluttur inn, enn sem komið er. Garðeigendur bæta við stikilsberjum, rifs- og sólberjum og jafnvel reyna þeir í garðgróðurhúsi ræktun bláberjarunna af erlendum uppruna.

Villtu berin eru vannýtt auðlind

Bláber, aðalbláber, hrútaber og hin ljúffengu villijarðarber er hægt að tína í náttúrunni, að ógleymdum krækiberjunum, sem vaxa um allt land og eru aðgengileg hverjum sem hafa vilja. Ræktun þeirra er þess vegna óþörf, aðeins þarf að teygja sig eftir þeim og ná þeim áður en fer að frysta að ráði.

Fáum eða engum hefur dottið í hug að stunda krækiberjaræktun enda vaxa þau um allt land og eru einmitt þroskuð nú í ágústmánuði. Áður fyrr var krækiberjum safnað að áliðnu sumri og fram á haust og þau geymd til vetrarins í sýru eða skyri en lítið er annars um upplýsingar um notkun þeirra. Þó gerum við ráð fyrir að þau hafi einnig verið etin fersk og haft án efa sitt að segja um heilsufar þjóðarinnar ásamt öðrum villiberjum.

Krækiberin og kirkjusaga Íslands

Krækiber koma á afar sérstæðan hátt við kristnisögu Íslands. Í biskupstíð Páls Jónssonar í Skálholti (1195-1211) skorti eitt sinn messuvín. Það var að vísu ekkert einsdæmi. En þannig vildi til að Grænlandsbiskup var staddur á Íslandi þegar þetta átti sér stað, líklega árið 1203. Hann hafði nokkru fyrr lært að brugga vín úr krækiberjum hjá sjálfum Sverri Sigurðssyni Noregskonungi. Jón Grænlandsbiskup kenndi Páli Skálholtsbiskupi og fleira fólki hvernig brugga mætti vín úr krækiberjum og leysti þannig úr vínþurrðinni um sinn. Sverrir konungur var víst ekki mikill drykkjumaður sjálfur og gæti þetta vín hafa verið líkara berjasaft.

Hjá erkibiskupi í Niðarósi vaknaði sú spurning hvort þessi nýi siður gæti hugsanlega brotið í bága við strangar reglur kaþólsku kirkjunnar um hið heilaga sakramenti. Eins vildi hann óska þess að mega notast við öl við útdeilinguna. Erkibiskup ritaði því páfanum í Róm, Innocentíusi lll. bréf þar sem hann leitaði ráða um hvað gera skyldi.

Aldarfjórðungi síðar barst svar hans heilagleika til Íslands, þess efnis að ekkert mætti nota annað en safa vínviðarávaxtarins við útdeilingu hinnar heilögu kvöldmáltíðar. Þá var krækiberjavín orðið all útbreiddur drykkur í umdæmi erkibiskups í Niðarósi.

Stofnanir kaþólsku kirkjunnar í Evrópu voru margar auðugar að löndum og lausum aurum, klaustrin þar á meðal. Ein af öruggustu tekjulindum kirkjunnar var vínframleiðsla og hafði kirkjan þarna augljósra hagsmuna að gæta.

Krækiber og Kanaríeyjar

Önnur frásögn um bruggun þessa sama krækiberjavíns, heldur sérstök, er sett fram í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (1772), þar sem fjallað er um íslensku krækiberin og nytjar þeirra.
Þar segir: „Íslenskir annálar herma, að Páll biskup í Skálholti hafi gert vín úr krækiberjum árið 1203. Sagt er að hann hafi fengið mann frá Kanarísku eyjunum, sem séð hafði þar til vínbruggunar, til að gera vínið.“ Ekki er annars staðar að finna vitneskju um mann þennan eða tengingar Skálholts við Kanaríeyjar um aldamótin 1200.

Krækiberjavín í vínbúðum

Nú er óheimilt að brugga vín úr krækiberjum án sérstaks leyfis en í vínbúðum fást íslenskir krækiberjalíkjörar.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...