Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Búfræðinemar frá Hvanneyri í fjárhúsum að Hríshóli í Eyjafirði. Búfræðinemarnir fréttu af Guðna í Eyjafirðinum og stefndu honum að Hríshóli. Þar ávarpaði hann unga fólkið og brýndi það til dáða og sagði það hafa verk að vinna.
Búfræðinemar frá Hvanneyri í fjárhúsum að Hríshóli í Eyjafirði. Búfræðinemarnir fréttu af Guðna í Eyjafirðinum og stefndu honum að Hríshóli. Þar ávarpaði hann unga fólkið og brýndi það til dáða og sagði það hafa verk að vinna.
Mynd / GRJ
Líf og starf 20. mars 2020

Komu við á þrettán bæjum

Höfundur: Guðjón Ragnar Jónasson

Fyrstu helgina í mars voru búfræðinemar frá Hvanneyri á ferð um Norðurland. Hópurinn lagði upp frá Hvanneyri og hafði fyrstu viðdvöl í Hrútafirði en að lokum voru eyfirskir bændur sóttir heim. Nemarnir gerðu sem sagt víðreist, komu við á þrettán bæjum og geri aðrir betur á einni helgi.

Meðal annars var komið við í fjárhúsum að Hríshóli þaðan sem myndin hér að ofan er tekin. Bændurnir á bænum tóku vel á móti hópnum og ekki skemmdi að veðrið var gott og Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta. Þessa helgi flutti Guðni Ágústsson ræðu á Kaffi kú í Eyjafjarðarsveit auk þess sem Guðjón Ragnar Jónasson, annar höfundur bókarinnar Kindasögur, las upp.

Búfræðinemarnir fréttu af Guðna í Eyjafirðinum og stefndu honum að Hríshóli. Þar ávarpaði hann unga fólkið og brýndi það til dáða og sagði það hafa verk að vinna. Verkefnin væru ærin þegar kæmi að því að tryggja framtíð íslenskra sveita. Guðni sagði líka sögur frá námsárum sínum á Hvanneyri og ræddi við nemendurna. Að endingu gaf bókaforlagið Sæmundur á Selfossi búfræðinemunum Kindasögurnar sem kveðjugjöf. 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.