Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kölkun eykur uppskeru og bætir endingu túna
Á faglegum nótum 23. mars 2020

Kölkun eykur uppskeru og bætir endingu túna

Höfundur: Ragnhild Borchsenius

Rétt sýrustig jarðvegs leggur grunninn að aukinni uppskeru og endingu túna. Mikilvægar nytja­jurtir eins og vallarfoxgras, rý­gresi, vallarsveifgras, háving­ull og smári þrífast betur í jarð­vegi með hátt sýrustig.

Eldri tún með lágt sýrustig einkennast af tegundum eins og hávingul, hálíngresi, axhnoðapunt og snarrót. Í súrum jarðvegi gefur sáðgresið eftir og óæskileg fóður­grös og plöntur verða ríkjandi.  Margar plöntutegundir sem ekki eru æskilegar í túnum þrífast vel við lágt sýrustig í jarðvegi og fá því forskot í samkeppni við þær plöntutegundir sem eru æskilegar í túnum.

Sýrustig jarðvegs og upptaka næringarefna

Æskilegt sýrustig jarðvegs hefur jákvæð áhrif á aðgengi plantna að næringarefnum.  Þannig fæst betri nýting á tilbúnum áburði.  Einnig stuðlar æskilegt sýrustig jarðvegs að auknum rótarvexti plantna, sem eykur aðgengi að næringarefnum og vatni.  Kölkun eykur einnig vetrarþol sáðgresis.

Sýrustig jarðvegs og belgjurtir

Smári hefur ýmis jákvæð áhrif á gæði gróffóðurs.  Hann stuðlar að auknum styrk próteins, vítamína og steinefna í gróffóðri. Meðal annars inni­heldur smári þrisvar til fjórum sinnum meiri kalsíum en vallarfoxgras, og tvisvar til þrisvar sinnum meira af magnesíum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fóðurupptaka og mjólkurframleiðslan eykst með auknu hlutfalli af smára í gróffóðri.

Til þess að belgjurtir þrífist, er mikilvægt að sýrustig jarð­vegs sé hærra en pH 6,0. Ein af ástæðum þess að belgjurtir þrífast betur við hátt sýrustig er að jarðvegsbakteríurnar sem lifa á rótum þeirra auka virkni niturbindingar.

Kölkun bætir byggingu jarðvegs og eykur loftun.  Það er ein af forsendum fyrir starfsemi hinna ýmsu jarðvegslífvera sem eykur á umsetningu næringarefna og bætir þar með frjósemi jarðvegs.

Ragnhild Borchsenius, fagstjóri fyrir gróffóður hjá norsku landbúnaðar ráðgjafaþjónustunni (NLR), birti í Budskap 2-2020.
Þýtt af Margréti Ingjalds­dóttur, söluráðgjafa hjá SS.

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...