Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kolefnislosun íslenskrar sauðfjárræktar hefur minnkað um 22% frá árinu 1990
Mynd / smh
Á faglegum nótum 30. október 2019

Kolefnislosun íslenskrar sauðfjárræktar hefur minnkað um 22% frá árinu 1990

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, unnsteinn@bondi.is
Í framtíðarstefnu Landssamtaka sauðfjárbænda sem var samþykkt á aðalfundi árið 2017 var mörkuð sú stefna að unnið skuli að því að allar afurðir sauðfjárræktarinnar skulu kolefnisjafnaðar. Unnin var skýrsla fyrir LS þar sem lagt var mat á kolefnislosun íslenskrar sauðfjárræktar og lagðar til leiðir til jöfnunar með minnkun losunar og mótvægisaðgerðum.
 
Með þessari stefnu sýndu sauð­fjár­bændur skýran vilja til að leggja sitt af mörkum til að takast á við þær áskoranir sem fram undan eru á sviði loftslagsmála. Nú er unnið að undirbúningi verkefnis á vegum umhverfisráðuneytisins sem felst í því að greina tækifæri sauðfjárbænda til þess að draga úr losun CO2-ígilda og jafnframt tækifæri sem felast í aðgerðum sem stuðla að bindingu kolefnis. Verkefnið mun hefjast á næsta ári.
 
 
Alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum horfa til stöð­unnar eins og hún var árið 1990 og miða að því að draga úr losun frá því sem þá var um 40% árið 2030 (Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna, 2016). Miðað við niðurstöður skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá sauðfjárbúum á Íslandi var losun á hverja kind árið 2015 um 616,7 kg CO2-ígilda á ári. Ef við gefum okkur það að losun á hverja kind sé sú sama yfir tímabilið 1990-2018 þá var losunin árið 1990 um 338 þúsund tonn og árið 2018 um 264 þúsund tonn. Hér er um að ræða samdrátt upp á 22%. Á þessu tímabili hefur framleiðsla á kindakjöti aukist um 8%, úr 9.454 tonnum árið 1990 í 10.188 tonn árið 2018. Þannig hefur losun CO2-ígilda/kg kindakjöts minnkað úr 35,8 kg árið 1990 í 25,9 kg árið 2018, sem er samdráttur upp á 28%.
 
Allur samanburður milli fæðu­tegunda, framleiðslukerfa og landa er góðra gjalda verður. Hann þarf að vanda og byggja á sam­ræmdum forsendum. Samhengi hlutanna er flóknari en svo að bara sé horft til losunar CO2-ígilda við framleiðsluna. Samhliða áskorunum í loftslagsmálum þurfum við að takast á við vaxandi fólks­fjölgun í heiminum sem mun kalla á aukna matvælaframleiðslu, en líka að við drögum úr sóun í allri virðiskeðjunni. Þess vegna þarf hver þjóð að standa vörð um sína matvæla­framleiðslu. Sauðfjár­ræktin nýtir að mestu auðlindir sem að stórum hluta nýtast ekki til annarrar matvælaframleiðslu og er því verðmætt framleiðslukerfi sem slíkt. Stærstur hluti losunar frá sauðfjárrækt er metan (60–70%) sem losnar við niðurbrot fóðurs við meltingu. Slík losun er hluti af náttúrulegri kolefnishringrás. Metan safnast ekki upp í andrúmsloftinu, heldur umbreytist á ákveðnum tíma í koldíoxíð. Meðan ekki er verið að fjölga gripum eru áhrif til hlýnunar engin. Hér greinir vísindamönnum á um hvernig eig að meta áhrif metans á geislunarjafnvægi í loft­hjúpnum og þar með áhrifum þess til hækkunar hitastigs á jörðinni. 
 
Það er ekki hægt að deila um þá staðreynd að hlýnun vegna lofts­lagsbreytinga er raunveruleg ógn. Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að sama skapi auka bindingu kolefnis með aðgerðum á sviði skógræktar, landgræðslu og endurheimt vist­kerfa. Jafnframt þurfum við að hafa það í huga að okkur skortir mjög víða þekkingu á þessum málaflokki. Það á ekki síður við um okkur sauðfjárbændur hvort sem kemur að því að greina breytileika í losun milli búa eða skilgreina einstök tækifæri sem felast í því að binda kolefni. Samhliða aðgerðum verðum við að stunda rannsóknir og efla þar með þann grunn sem verkefni á sviði loftslagsmála þurfa að byggja á.
 
Íslenskir sauðfjárbændur ætla sér að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr losun gróður­húsalofttegunda og ráðast í aðgerðir sem binda kolefni. Okkar framlag mun skipta máli til að takast á við þá gífurlegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum og tryggja það að þjóðir heims nái sameiginlegum heimsmarkmiðum sínum í loftslagsmálum árið 2030.
Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...