Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kjúklingur, kalkúnn og súkkulaði
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 3. október 2019

Kjúklingur, kalkúnn og súkkulaði

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Kjúklingur er frábær fæða enda fara vinsældir hans sívaxandi. Kjúklingaréttir passa vel fyrir lífsstíl margra í dag, þar sem maturinn þarf að vera fljótlegur og hollur.  
 
Sérstaklega eru þeir hentugir þegar nýja haustgrænmetið er komið í verslanir og þá er lítið mál að slá upp hversdagsveislu. 
 
Ofnbökuð gljáð kjúklingalæri með nýjum hráum gulrótum
  • 600 g kjúklingalæri
  • 100 g nýjar gulrætur beint úr 
  • garðinum eða frá bónda
  • salt og pipar
Aðferð
Steikið lærin í ofni við 160–170 gráður í 35–40 mínútur eða grillið ef það er enn við höndina.
 
Gott er að bera lærin fram með fersku salati og steiktum kartöflu­bátum – og hráum gulrótum sem gott er að dýfa í sýrðan rjóma með kryddjurtum með ögn af sítrónusafa. Líka hægt að nota sem sósu með kjúklingnum.
 
Kalkúnabringur með maltgljáa og rósmarin
 
Ef margir eru í mat ætti að vera auðvelt að hægelda kalkúnabringu og svo brúna á grilli eða pönnu.
  • 1 heil kalkúnabringa
  • 1 lítil maltdós
  • 1 hvítlaukur
  • 1 grein rósmarín
  • 20 g púðursykur
  • 20 g sinnep
  • olía
  • salt og pipar
Aðferð
Blandið kryddleginum saman í poka; olíu, söxuðum hvítlauk, púðursykri, salti, pipar og sinnepi. Setjið til hliðar.
 
Færið kalkún í ofnfast fat og bakið við vægan hita þar til kjötmælir nær 65 gráðum, brúnið svo á pönnu eða undir grilli í ofni. Ef notað er grill skal grilla við vægan hita í um hálftíma eða þar til kalkúnninn er fulleldaður.
 
Penslið reglulega yfir kalkúninn með kryddleginum. 
 
Gott getur verið að krydda aðeins betur með salti og pipar.
 
Ef mikill safi lekur niður er gott að setja álpappír undir kalkúninn svo kvikni ekki í veislunni.
 
Súkkulaðikaka í formi
  • 200 g dökkt hágæðasúkk­ulaði
  • 1 egg
  • 3 eggja- rauður
  • 175 g smjör
  • 40 g sykur
Saxið súkkulaðið og hitið við vægan hita í örbylgjuofni eða yfir vatns­baði. Bætið bræddu smjöri við og hrærið saman við einu eggi og svo einni rauðu ásamt sykri.
 
Bakið til dæmis í sílikon­formi eða formi með smjörpappír við 180 gráður í 6–7 mínútur. 
 
Gott að reiða fram með súkku­laði­sósu og jafnvel vanillu­ís og íslenskum berjum eða þeyttum rjóma (stundum þarf að kæla súkkulaðið til að ná því úr forminu).
 
Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.