Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kjötsúpudagurinn á fyrsta degi vetrar
Fréttir 24. október 2019

Kjötsúpudagurinn á fyrsta degi vetrar

Höfundur: Ritstjórn

Kjötsúpudagurinn verður haldinn hátíðlegur á Skólavörðustíg, laugardaginn 26. október, fyrsta vetrardag.

Eins og venjulega verður boðið upp á rjúkandi heita íslenska kjötsúpu á Skólavörðustígnum. Þetta er 17. árið í röð sem vetri er fagnað á þennan hátt. Það eru sauðfjárbændur, Sölufélag garðyrkjumanna og rekstraraðilar og íbúar á Skólavörðustígnum sem bjóða gestum og gangandi að bragða á ilmandi, heitri og bragðgóðri súpu.

Alls munu 1.500 lítrar af súpu vera á boðstólum en það er rík hefð fyrir því að hún klárist.

Alls verður boðið upp á kjötsúpu á sjö stöðum á Skólavörðustígnum og það eru margir af fremstu matreiðslumönnum landsins sem gefa vinnu sína á þessum degi. Klukkan. 14 verður byrjað að gefa súpu á sjö stöðum.

Staðsetning súpustöðva:

  • Fish and Chips Skólavörðustíg 8
  • Kaffi Loki - Skólavörðustíg 23 (Fyrir utan Sölku Völku Fish & more)
  • Krua Thai Skólavörðustíg 21a
  • Ostabúðin - Skólavörðustíg 38
  • Sjávargrillið - Skólavörðustíg 14
  • Þrír Frakkar - Skólavörðustíg 9
Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f