Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kínverskir smábændur eru verst settir
Fréttir 24. mars 2020

Kínverskir smábændur eru verst settir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afleiðingar afrísku svína­flens­unnar, sem farið hefur eins og eldur í sinu um heiminn á síðustu árum, eru meðal annars þær að yfir fjórðungi eldissvína í heiminum hefur verið lógað. Aðgerðirnar voru umfangsmestar í Kína og misstu flestir kínverskir smábændur allan bústofninn.

Ólíkt mörgum öðrum þjóðum hafa stjórnvöld í Kína ekki veitt bændunum fjárhagslega aðstoð í kjölfar afkomumissisins og margir smábænda því fjárhagslega mjög illa staddir.

Í kjölfar svínaflensunnar sem fyrst varð vart í Kína í ágúst 2018 og aðgerða af hennar völdum í landinu og skorts á svínakjöti hefur kjötið hækkað mikið í verði og mörg stærri bú hagnast vel á meðan smábændur sitja eftir með tóma budduna.

Smábú leggjast af

Talið er að um 40 milljón smábændur í Kína sem lögðu stund á svínaeldi hafi misst bústofn sinn í aðgerðum stjórnvalda til að ráða niðurlögum svínaflensunnar. Tjón bændanna er svo mikið að hugsanlegt er talið að hefðbundinn smábúskapur í Kína muni leggjast af og einungis iðnaðarbú standa eftir. Í könnun meðal 1500 kínverskra bænda sem lögðu stund á svínaeldi áður en svínaflensan náði fótfestu í Kína segjast 55% ekki ætla að stunda svínabúskap í framtíðinni og einungis 18% sögðust ætla að reyna að byggja upp bústofn að nýju.

Efla iðnaðarbú

Vegna hækkana á verði svínakjöts í minnkandi framboði hækkaði verðið hratt og hafa mörg stærri bú sem ekki urðu jafn illa úti vegna aðgerða stjórnvalda verið að skila methagnaði. Ein ástæða þessa er sögð vera stefna stjórnvalda að auka tæknivæddan búskap og draga úr fjölda smábúa.

Árið 1990 framleiddu smábú um 80% af öllu svínakjöti í landinu en stefna stjórnvalda er að árið 2025 muni yfir 65% af svínakjötsframleiðslu í landinu koma frá tæknivæddum iðnaðarbúum.

Þeir sem gagnrýna þessa öru stækkun og iðnvæðingu svínakjötsframleiðslu í Kína og annars staðar í heiminum segja hana auka líkur á útbreiðslu búfjarsjúkdóma og afleiðingum þeirra.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f