Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Grilluð tólg á kínverska vegu er talið lostæti.
Grilluð tólg á kínverska vegu er talið lostæti.
Mynd / K Hsu
Utan úr heimi 1. febrúar 2023

Kínverjar margfalda innflutning á nautakjöti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Útflutningur á nautakjöti frá Bandaríkjunum til Kína hefur margfaldast á síðustu tveimur árum.

Á síðastliðnum tveimur árum hefur útflutningur Bandaríkjanna á nautakjöti til Kína aukist úr um 20.000 tonnum á ári í 263.000 tonn. Írski landbúnaðarmiðillinn Irish Farmers Journal greinir frá. Þar er refsiaðgerðum og viðskiptahömlum í forsetatíð Donalds Trump kennt um en lausnin fólst í endurreisn viðskiptasambands milli landanna og samkomulag um aukin milliríkjaviðskipti.

Leiddi það m.a. til aukinnar sölu á nautakjöti og mun Kína nú vera þriðji stærsti innflytjandi bandarísks nautakjöts á eftir Japan og Suður-Kóreu. Á meðan hrundi innflutningur Kínverja á bandarísku svínakjöti, en það var 200.000 tonnum minna á fyrstu 11 mánuðum ársins 2022 en á sambærilegum tíma árið 2021. Ástæða minni eftirspurnar er endurreisn kínverska svínastofnsins sem varð illa úti í svínaflensunni árið 2019.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...