Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Klónuð Holstein Friesian kvíga í Kína.
Klónuð Holstein Friesian kvíga í Kína.
Mynd / Northwest A&F University
Utan úr heimi 7. mars 2023

Kínverjar klóna ofurkýr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líf- og erfðafræðingar í Kína hafa klónað kvígur úr kúm sem mjólka yfir 18 tonn á ári. Til samanburðar mjólkaði afurðahæsta kýrin hér á landi rétt rúmum 8,9 tonnum á síðasta ári.

Kýrnar sem um ræðir eru Holstein Friesian, sem er kyn sem upprunnið er í Hollandi, og mjólka tæplega tvisvar sinnum meira en aðrar kýr af því kyni. Gert er ráð fyrir að hver um sig eigi klónuðu kvígurnar að geta mjólkað 18 tonnum á ári, eða um 100 tonnum af mjólk á líftíma sínum.

70% mjólkurkúa fluttur inn

Klónunin er sögð marka tímamót í kínverskum mjólkuriðnaði og draga úr þörf Kínverja til að treysta á innflutning á mjólk og erlendum mjólkurkúm en um 70% mjólkurkúa í Kína eru fluttar inn.

Þrjár klónaðar kvígur eru þegar í eldi Landbúnaðar-, skógræktar- og tækniháskólans í Ningxia- hreppi í Norðvestur-Kína.

Kvígurnar eru afrakstur 120 fósturvísa sem upphaflega koma úr frumum sem teknar voru úr eyrum móður kúnna og komið fyrir í fósturmæður sem flestar eru óbornar þegar þetta er skrifað.

Fyrsta kvígan kom í heiminn eftir skurðaðgerð 30. desember síðastliðinn og vó 56,7 kíló og var 76 sentímetrar á herðakamb og 113 sentímetrar að lengd.

Auk þess sem litarbrigði á feld voru nákvæmlega þau sömu og móður kýrinnar.

Klónun flýtir kynbótastarfi

Að sögn forsvarsmanns verkefnisins eru um 6,6 milljón mjólkurkýr í Kína og fimm af hverjum tíu þúsund kúm geta mjólkað 100 tonnum á líftíma sínum.

Hann segir nánast ómögulegt að áætla mjólkurgetu kúa með nokkurri vissu snemma á ævi þeirra og því erfitt að velja ofurkýr til undaneldis og að það megi því flýta kynbótastarfinu með klónun.

Ætlun Kínverja er að klóna ríflega eitt þúsund ofurkýr á næstu tveimur til þremur árum og smám saman að verða sjálfum sér nógir um afurðamiklar mjólkurkýr.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...