Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kallar eftir grunnfræðslu um lífræna vottun
Mynd / Saga Sig
Fréttir 28. apríl 2020

Kallar eftir grunnfræðslu um lífræna vottun

Höfundur: Berglind Häsler

Sólveig Eiríksdóttir, sem kölluð er Solla, hefur í áratugi talað fyrir lífrænni ræktun og lífrænum afurðum. Það sé einfaldlega betra fyrir umhverfi, menn og dýr. Solla er gestur Havarí hlaðvarpsins að þessu sinni, þáttar um lífræna ræktun og framleiðslu sem unninn er í samstarfi við VOR og Bændablaðið. 

Bakslag með ,,vistvænum vindi”

Solla hefur haft mikil áhrif á matarhefðir margra og menntað þjóðina um mikilvægi þess að borða lífrænt og borða mikið af grænmeti. Hún segir að eftirspurn eftir öllu lífrænu hafi aukist jafnt hér á landi undanfarna áratugi en að ákveðið bakslag hafi komið með því sem hún kallar vistvænan vind sem hafi ruglað neytendur í ríminu. Margir hafi farið að líta svo á að hér á Íslandi væri allt svo hreint að það þyrfti ekki að votta það lífrænt. Þetta sé augljós vísbending um það að hér á landi vanti alla grunnfræðslu á því sem lífrænt er. Og hún vill byrja að mennta börn strax í leikskóla um ágæti og nauðsyn lífrænnar ræktunar. 

Berglind Häsler er umsjónarmaður þáttanna sem aðgengilegir eru í spilaranum hér undir og í öllum helstu hlaðvarpsveitum. 

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...