Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kaktusinn þolir allt að 15 gráðu frost og virðist kunna vel við sig í Valais-hreppi í Sviss og víðar í suðurhlíðum Alpafjalla.
Kaktusinn þolir allt að 15 gráðu frost og virðist kunna vel við sig í Valais-hreppi í Sviss og víðar í suðurhlíðum Alpafjalla.
Mynd / unsplash.com
Utan úr heimi 8. mars 2023

Kaktusar í Alpafjöllum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar í Valais-hreppi í Sviss hafa verið hvattir til að uppræta kaktusa af ættkvíslinni Opuntia, eða fíkjukaktus, hvar sem til þeirra næst.

Undanfarin ár hefur tegundin náð að skjóta rótum og fjölga sér í héraðinu sem til þessa hefur verið þekkt fyrir snjó á veturna og alparósir á vorin. Landnám kaktussins í Sviss er ekki alveg nýtt þar sem til eru heimildir um hann sem slæðing í náttúrunni allt frá því hann var fluttur til landsins frá Norður-Ameríku seint á átjándu öld.

Þolir frost

Þekkt er að Opuntia kaktusar geti fjölgað sér hratt og orðið til vandræða þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar, loftslag hlýtt og jarðvegur sendinn og þurr. Kaktusinn, sem þolir allt að mínus 15 gráður, virðist kunna vel við sig í Valais héraði og víðar og sagt er að hann sé allt að 30% af gróðurþekjunni þar sem hann er algengastur.

Plantan þolir illa snjóþekju og það að kaktusinn hafi komið sér vel fyrir í Sviss er rakið til hækkandi lofthita og færri daga sem snjór liggur á landi undir 800 metra hæð. Hækkun lofthita í Sviss er ein sú mesta sem þekkist í heiminum og er 2,5o á Celsíus frá meðaltali áranna frá 1871 til 1900.

Aukin útbreiðsla líkleg

Margir telja kaktusinn vera ógnun við lífríkið á þeim svæðum sem hann hefur komið sér fyrir og telja víst að hann muni halda áfram að fjölga sér og geti með tímanum lagt undir sig stór svæði í Alpafjöllum.

Gróðurrannsóknir sýna að það er ekki bara Opuntia kaktusinn sem hefur aukið útbreiðslu sína því það hefur fjöldi annarra tegunda líka gert, sérstaklega í suðurhlíðum Alpafjalla.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...