Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þessir hressu jólasveinar brugðu á leik á Akureyri á dögunum
Þessir hressu jólasveinar brugðu á leik á Akureyri á dögunum
Fréttir 22. desember 2020

Jólasveinar fara nýstárlegar leiðir á COVID-tímum

Jólasveinarnir sem blaðamaður Bændablaðsins hitti á dögunum á Akureyri léku við hvern sinn fingur og skemmtu nærstöddum með gleði og sögum. Þeir upplifa óvenjulega tíma eins og allir landsmenn en láta engan bilbug á sér finna í aðdraganda jólanna og hafa sumir hverjir aðlagast tækniöldinni með góðu árangri.

Einlæg stund með börnunum á Zoom

Blaðamaður Bændablaðsins náði tali af jólasveininum Skyrgámi sem er tæknivæddur með meiru og heldur úti heimasíðunni skyrgamur.is

„Það hefur gengið ágætlega hjá okkur, við höfum heimsótt leikskólana og brugðið á leik með börnunum á útisvæðum eða kíkt á gluggana. Það hefur lítið farið fyrir jólaböllum og heimsóknum til fyrirtækja á þessu ári. Áherslurnar hafa meira verið á heimahúsin í smærri einingum. Einnig höfum við boðið upp á Zoom-fundi sem hafa svo sannarlega slegið í gegn. Það er einlæg og góð stund með börnunum sem í dag eru alin upp við að tala í gegnum myndsíma þannig að fyrir þeim er það ósköp eðlilegt. Það er fyrirkomulag sem er komið til að vera og verður vinsælt á næstu árum höfum við bræðurnir trú á,“ segir Skyrgámur sem bregður sér einnig í líki gömlu jólasveinanna, er alltaf í lopapeysu undir rauða sparigallanum eins og hann segir sjálfur.

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...