Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stjörnuanís
Stjörnuanís
Á faglegum nótum 17. desember 2021

Jólakrydd

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslendingar eru vanir að gera vel við sig í mat og drykk um jólin, gefa gjafir og gleðjast. Fólk fagnar fæðingu Krists og upprisu ljóssins. Mesta skammdegið er liðið og sólin farin að hækka á lofti.

Flestir eiga sínar matarhefðir um jólin en aðrir breyta til og prófa eitthvað nýtt um hver jól.
Krydd af ýmsu tagi eru ómiss­andi í matreiðslunni og í marga jólarétti eru höfð krydd sem ekki eru hversdags á boðstólum. Dæmi um það sem má kalla jólakrydd eru einiber, negull, engifer, múskat, kardimomma, allrahanda, stjörnuanís, vanilla og jafnvel kanill. Allt bragðmikil krydd sem gefa matnum sérstakan keim.

Einiber

Einir vex víða á norðurhveli og meðal annars hér á landi. Bragðið af einiberjum er sætt og með vott
af barri.

Á heimasíðunni Íslenskt lambakjöt segir að marin einiber séu góð til að krydda villibráð og að þau eigi því vel við ýmsa norður-evrópska lambakjötsrétti, ekki síst í kryddlegi og sósum með rauðvíni, lárviðarlaufi, hvítlauk og blóðbergi.

Berin fara einnig vel með rósmaríni, marjoram, pipar, kúmeni og sellerífræi.

Þurrkaðar einigreinar gefa jólalykt séu þær brenndar.

Allrahanda eða negulpipar

Ólík því sem ætla mætti er kryddið allrahanda ekki blanda af allra handa kryddum því það er unnið úr beri Pimenta dioca og stundum kallað negulpipar og því hrein kryddtegund.

Bragðið minnir á blöndu af negul, múskati og kanil og þaðan er nafnið dregið. Kryddið er vinsælt í Evrópu og notað í pylsur, til að krydda þurrkað kjöt og til að bragðbæta svína- og hænsnakjöt. Auk þess sem það er notað við pæklun grænmetis. Auk þess sem það er talsvert notað við bakstur.

Negull

Óneitanlega minnir útlit neguls á nagla og kryddið því oft kallað negulnaglar. Gott er að stinga negulnöglum í mandarínur og appelsínur og kalla þannig fram jólailm.

Negull er mikið notaður í lambakjötsrétti í Arabalöndunum og hann er sagður fara vel með kanil, allrahanda, múskati, kardimommum, engifer, chili, kóríanderfræi, fennikufræi og lárviðarlaufi.

Múskat

Ilmurinn af múskati er mjög afgerandi en bragðið eilítið sætt. Kryddið er notað til að bragðbæta kökur, sælgæti, búðinga, kjöt og sósur, ýmiss konar drykki eins og eggjapúns og expressókaffi, einnig gott í kartöflurétti. Múskat fer vel með öðru kryddi eins og kanil, kardimommum, negul, engifer, pipar, blóðbergi, kóríander og broddkúmeni.

Til að fá sterkt múskatbragð er best að kaupa heilar múskathnetur og raspa þær rétt fyrir notkun.

Engifer

Vinsældir engifers hafa aukist hratt undanfarin ár og er það hluti af daglegri fæðu fjölda fólks hér á landi. Fersk rifin engiferrót er bragðsterk og góð í súpur, í jólaglögg og með núðlum. Þurrkað engiferduft er bragðminna og hentar því tvímælalaust betur í jólabaksturinn.

Engifer fer vel með ferskum chili, sítrónu- og límónusafa, sojasósu, vorlauk, hvítlauk, myntu, túrmerik og þurrkuðu kryddi eins og kanil, kardimommum, negul, múskati, papriku, pipar og saffrani.

Stjörnuanís

Ilmríkt krydd með lakkrískeim. Aldinið er eitt af undirstöðukryddum í kínverskri, asískri og indverskri matargerð og mikið haft með svínakjöti og önd og í Norður-Afríku er það algengt í lambakjötsréttum.

Fer vel með chili, kanil, fennikufræi, kóríander, hvítlauk, engifer, sítrónugrasi og sojasósu.

Vanilla

Flestir þekkja bragðið af vanillu og þykir gott. Þrátt fyrir það hafa margir aldrei smakkað náttúrulega vanillu þar sem yfir 90% af vanillu á markaði er bragðefni sem er að mestu unnið úr trjákvoðu.

Vanillubragðefni, hvort sem það er náttúrulegt eða vanillulíki, er mikið notað til að bragðbæta drykki og matvörur auk þess sem það er notað sem lyktarefni í snyrtivörur. Vanilluís er feikilega vinsæll auk þess sem vanilla er algengt íblöndunarefni í súkkulaði, karamellum, kaffi og kökum.

Kanill

Í huga margra minnir lyktin af kanil á jólin enda kanill mikið notaður í jólabaksturinn, til dæmis piparkökur. Auk þess sem kanill er ómissandi út á grjónagraut. Í Arabalöndunum eru kanilstangir notaðar til að krydda lambakjötsrétti.

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...