Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jim Ratcliffe.
Jim Ratcliffe.
Mynd / Einar Falur
Fréttir 6. ágúst 2019

Jim Ratcliffe kaupir jörðina Brúarland 2 í Þistilfirði

Höfundur: smh

Jim Ratcliffe, stjórnarformaður efnaframleiðslufyrirtækisins INEOS, hefur keypt jörðina Brúarland 2 í Þistilfirði. Í tilkynningu frá honum kemur fram að kaupin séu hluti af yfirstandandi aðgerðum til verndar íslenska laxastofninum, en fyrir á hann jarðir bæði í Vopnafirði og Þistilfirði.

Hvetur Ratcliffe bændur til að halda búsetu á jörðunum sem hann hefur keypt, til að viðhalda hefðbundnum landbúnaði og jarðgæðum nærri ánum og styðja með beinum hætti við nærsamfélagið. „Náttúruvernd hefur alltaf verið og verður áfram eini tilgangur aðkomu minnar á Norðausturlandi Íslands. Ég vil leggjast á árar við að viðhalda laxastofnunum þar, og vinna náið með bændum og byggðarlögum. Von mín er að úr starfinu verði til sjálfbær starfsemi í sátt við náttúruna, sem einnig komi lífríki svæðisins og samfélaginu öllu til góða,“ er haft eftir Jim Ratcliffe í tilkynningunni.

Kaupin á Brúarlandi eru sögð hluti af langtímaverndaráætlun á Íslandi sem hefur að markmiði að laxveiðar landsins verði þær bestu og sjálfbærustu sem fyrirfinnist í heiminum. Ratcliffe hefur útvíkkað áætlanir sínar um fjárfestingu í staðbundnum verkefnum til verndar laxinum í helstu laxveiðiám Norðausturlands. Markmið hans er að vernda nærliggjandi landsvæði og viðkvæmt vistkerfi svæðisins í heild.

„Ofveiði ógnar stofni Norður-Atlantshafslaxins og honum fækkar hvarvetna í ám. Norðurausturhluti Íslands er einn af fáum uppeldisstöðvum laxins sem sloppið hefur hingað til og ég vil gera hvað ég get til verndar svæðinu,“ segir Jim Ratcliffe.

Útvíkka hrygningarsvæði laxins

Í tilkynningunni kemur fram að hluti af aðgerðum til verndar laxinum sem áætlaðar eru á næstu fimm árum snýr að því að útvíkka hrygningarsvæði laxins með byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá, Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. Þá er fyrirhuguð umfangsmikil slepping á frjóvguðum hrognum í þessum ám, auk Selár. Þetta er í samræmi við almenna veiðireglu ánna um að veiddum fiski sé sleppt aftur.

„Í samstarfi við nærsamfélagið á Norðausturlandi vinnur Jim Ratcliffe einnig gegn jarðeyðingu og að bættu heilsufari vistkerfis ánna, með fjárfestingu í endurræktun skóga og endurheimt gróðurfars.

Til þess að hægt sé að auka lífslíkur tegundarinnar sem mest, þá stendur Ratcliffe einnig að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu íslenska laxins í ánum og í norðanverðu Atlantshafi. Rannsóknir fara fram í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og háskóla innan lands og utan,“ segir í tilkynningunni.

Jim Ratcliffe að veiðum í Selá, ásamt börnum sínum og Gísla Ásgeirssyni frá veiðifélaginu Streng.  Sam, Julia, Gísli Ásgeirsson, Jim og George Ratcliffe.
Mynd / Einar Falur

 Bændur hvattir til að halda áfram búskap

„Verndaráætlunin felur í sér sér nýja fjárfestingu og standsetningu veiðiskála, þar sem að koma iðnaðarmenn og fyrirtæki á svæðinu. Um leið eru bændur á markvissan hátt hvattir til að halda búsetu á jörðum sem keyptar hafa verið, til að viðhalda hefðbundnum landbúnaði og jarðgæðum nærri ánum, og styðja með búsetu sinni með beinum hætti við nærsamfélagið.

Kaupin á meirihlutaeign í jörðinni Grímsstöðum, þar sem meðeigendur eru íslenska ríkið og smærri hluthafar, eru birtingarmynd heildstæðrar nálgunar Jim Ratcliffe á þetta mikilvæga verndarstarf. Þótt svæðið sé að mestum hluta óbyggt mýrlendi, er á hálendi þess að finna helstu vatnasvið ánna á Norðausturströndinni. Markmið kaupanna voru að vernda og viðhalda þessu einstæða umhverfi hálendisins.

Árangur af endurbótum og fyrri fjárfestingum Jims Ratcliffes í Selá er þegar sýnilegur, en þar hefur veiði nú aukist frá ári til árs. Þetta eru jákvæð teikn um að verndaráætlun hans þoki hlutum í rétta átt, og gefi náttúrunni færi á að dafna,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

 

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...