Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Jákvæð þróun á tíðni þrýstingsáverka í munni keppnishesta á LM2024
Á faglegum nótum 20. maí 2025

Jákvæð þróun á tíðni þrýstingsáverka í munni keppnishesta á LM2024

Höfundur: Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir hrossa hjá Matvælastofnun.

Skoðunin „Klár í keppni“ er velferðarskoðun á keppnishestum sem miðar að því að greina álagseinkenni í munni og stoðkerfi auk almennra heilbrigðisþátta. Markmiðið er að tryggja sem kostur er heilsu og velferð hrossa í sýningum og keppni. Tilgangurinn er enn fremur að afla gagna sem geta nýst til að gera sýningar og keppni á íslenska hestinum hestvænni.

Sigríður Björnsdóttir.

Skylt ert að skoða hross sem koma fram í sýningu og keppni á stórmótum (LM og ÍM) með þessum hætti og hefur skoðunin verið sambærileg frá árinu 2012 að öðru leyti en því að ítarlegri skoðun á álagseinkennum á fótum var innleidd á LM2022.

Þrýstingsáverkar í munni hafa reynst mikilvægur velferðarvísir fyrir keppnishesta og raunar öll hross sem notuð eru til reiðar, þar sem þeir endurspegla þrýsting frá mélum og múlum á slímhúð í munni hestanna.

Skoðun sem framkvæmd er fyrir milliriðla í gæðingakeppni á landsmótum gefur mynd af álaginu sem var í forkeppninni og hafa niðurstöður þeirrar skoðunar verið notaðar til að fylgjast með þróuninni milli landsmóta. Sem betur fer er þróunin jákvæð þar sem heildartíðni þrýstingsáverka í munni hefur lækkað úr 67% á LM2012 í 21% á LM0224 (Mynd 1 og Tafla 1). Enn meira hefur dregið úr þrýsingsáverkum á kjálkabeini og þeir sem eftir standa eru mun vægari en raunin var árið 2012. Jákvæð áhrif á velferð hestanna eru því ótvíræð.

Mynd 1

Seinni skoðun var framkvæmd fyrir úrslit gæðingakeppninnar (eftir milliriðlana) og sýna niðurstöður hennar í raun litla breytingu frá hinni fyrri, ólíkt því sem kom fram á LM2012 þegar tíðnin hækkaði jafnt og þétt eftir því sem leið á mótið. Á LM2024 kom þvert á móti fram lægri tíðni hjá þeim hrossum sem komust í úrslit, sem bendir þá til þess að hestar með þrýstingsáverka í munni hafi síður komist áfram í keppninni. Fáein ný tilvik bættust þó við.

Á LM2024 voru öll kynbótahross skoðuð með sama hætti fyrir yfirlitssýningu með það í huga að bera þær niðurstöður saman við gæðingakeppnina. Ekki kom fram marktækur munur á tíðni þrýstingsáverka á milli keppnis- og kynbótahrossa sem endurspeglar mögulega að álagið á hestana sé svipað í keppni og kynbótasýningu.

Þá voru keppnishestar í 150 og 250 m skeiði skoðaðir milli spretta á LM2024. Tíðni þrýstingsáverka í munni var allhá, eða 25% hjá þeim hópi.

Að lokum eru í töflunni hér að neðan birtar niðurstöður fyrir skoðanir á keppnishrossum í tölti (T1) en hafa ber í huga að sú skoðun er ekki fyllilega sambærileg þar sem hrossin voru skoðuð fyrir forkeppni (engir milliriðlar í töltkeppninni). Skoðun fyrir úrslit sýndi hækkaða tíðni en úrtakið var þá mjög lítið, aðeins 10 hross, og því ber að taka þeim niðurstöðum með fyrirvara.

Tafla 1. Niðurstöður „Klár í keppni“ á LM 2024 *Skoðun fyrir forkeppni

Þrýstingsáverkar í munni er gagnlegur velferðarvísir og mælistika fyrir þrýsting á munn hestsins – en segir að sjálfsögðu ekki alla söguna

Fjölmargir þættir hafa áhrif á þrýsting á munn hesta og þar með hættuna á þrýstingsáverkum. Líkamsbeiting og form hestanna eru þar á meðal. Þvingaður höfuðburður, einkum ef nefið er fyrir aftan lóðlínu, getur hindrað súrefnisflæði til lungna. Barkakýlið er flöskuhálsinn á þeirri leið og þrengist t.d. við mikla hnakkabeygju og stífan háls. Það segir sig sjálft að hross sem lenda í andþröng reyna að komast út úr þeirri stöðu, sem eykur á taumþrýstinginn.

Beislisbúnaðurinn hefur einnig mikil áhrif, bæði beint og óbeint. Tíðni þrýstingsáverka nær helmingaðist strax á LM2014, í kjölfar banns við notkun á stangamélum með tunguboga það sama ár. Alvarlegir þrýstingsáverkar á kjálkabeini heyra nánast sögunni til. Þá tók við tímabil þar sem meira var riðið við hringamél. Í kjölfarið fór tíðni þrýstingsáverka í mjúkkvef (kinnum og munnvikum) aftur hækkandi og náði í raun hámarki á LM2018. Sú lækkun sem aftur varð á milli LM2018 og LM2022 hefur að miklu leyti verið rakin til aukinnar notkunar á stangamélum á milli þessara tveggja móta.

Í gögnunum frá LM2024 kom ekki fram munur á tíðni áverka eftir mélanotkun og af þeim hrossum sem komust í milliriðla í A- og B-flokkum gæðinga var álíka mörgum hrossum riðið við hvora mélategund fyrir sig.

Jákvæð áhrif „venjulegra“ stangaméla á tíðni þrýsingssára í munni hesta skýrist væntanlega af því að þrýstingurinn dreifist með jafnari hætti, bæði inni í munni hestsins og utan hans, samanborið við hringamél. Stangamél eru þó engin lausn á of miklum þrýstingi eða óheppilegri líkamsbeitingu, mögulega bara leið fram hjá þrýstingssárum í munni. Mikil þörf er á frekari rannsóknum á þessu sviði.

Enginn vafi leikur á að hin sérstaka forkeppni sem riðin er á landsmótum er mjög krefjandi fyrir hesta og full ástæða til að skoða það fyrirkomulag gagnrýnum augum. Keppnisreglur og dómgæsla varða leiðina fyrir velferð keppnishesta og þurfa að vera í stöðugri endurskoðun. Þau teikn sem hér koma fram um jákvæða þróun, samhliða framförum í reiðmennsku, eru hvatning til að gera enn betur. Verkefnið er endalaust og nægt svigrúm til framfara.

Fleiri velferðarvísar í þróun

Heilbrigðir fætur eru lykilþáttur fyrir velferð keppnishesta og möguleika þeirra á að ná árangri. Við ofþjálfun eða of mikið álag í keppni koma áhrifin fram í stoðkerfinu og mikilvægt er að greina merki þess á frumstigum til að fyrirbyggja varanlegt tjón.

Með auknum rannsóknum og nýrri tækni skapast stöðugt fleiri möguleikar á að meta velferð keppnishesta með hlutlægum hætti og skapa þannig grundvöll fyrir áframhaldandi framfarir í þágu velferðar íslenska hestsins.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f