Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðmundur Svavarsson.
Guðmundur Svavarsson.
Fréttir 24. júní 2022

Jákvætt að tekið sé tillit til smærri framleiðenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Guðmundur Svavarsson, formaður Deildar kjúklingabænda, fagnar því að stjórnvöld bregðist nú við alvarlegu ástandi í landbúnaði, vegna gríðarlegrar hækkunar aðfanga til landbúnaðarframleiðslu.

„Þetta er skref í rétta átt til að viðhalda framleiðslugetu bænda og fæðuöryggi þjóðarinnar. Einnig stuðlar þetta að minni hækkunarþörf út á markað til neytenda.

Á síðasta ári voru framleidd 9.244 tonn af alifuglakjöti í landinu. Það þarf 2 tonn af fóðri til að framleiða 1 tonn af kjöti og því má gefa sér að það hafi þurft um 18.500 tonn fóðurs til framleiðslunnar.

Skýrsla spretthópsins segir fóðurverð hafa hækkað um 30% undanfarna mánuði. Sú hækkun hefur í för með sér u.þ.b. 630 milljón kr. hækkun á fóðurreikning alifuglaræktarinnar á ársgrundvelli.

Stuðningur til greinarinnar upp á 160 milljónir kr. er því u.þ.b. 25% þess kostnaðarauka sem orðið hefur í greininni vegna fóðurverðshækkunarinnar einnar og sér. Þá eru ótaldar aðrar hækkanir aðfanga, t.d. flutningar, olía, umbúðir, laun og fjármagnskostnaður.

Þótt það þjóni kannski ekki hagsmunum þeirra sem stærri eru í greininni og að almennt ætti jafnræði að ríkja finnst mér jákvætt að sjá að við úthlutun á að taka sérstakt tillit til minni framleiðenda.“

Skylt efni: spretthópurinn

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...