Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hinrik Carl Ellertsson og Anton Elí Ingason.
Hinrik Carl Ellertsson og Anton Elí Ingason.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 23. janúar 2020

Íslenskur keppandi á Ólympíuleikum ungkokka

Höfundur: Ritstjórn

Dagana 28. janúar til 2. febrúar fara fram Ólympíuleikar ungkokka á Indlandi og á Ísland keppanda þar, Anton Elí Ingason frá Akranesi.

Alls taka 32 þjóðir þátt í keppninni hvaðanæva frá í heiminum. Síðast þegar Ísland keppti á þessu móti hreppti Ísland 6. sætið. Til mikils er að vinna, því verðlaunafé fyrir sigur í þessari sterku keppni er 1,2 milljónir.

Keppnin fer fram í 6 borgum víðsvegar um Indland og mun Ísland keppa í Deli, Goa og Kolkata.

Anton hefur verið aðstoðarmaður í Bocus d'Or þegar Bjarni Siguróli keppti fyrir Íslands hönd. Einnig hefur Anton starfað á sumum af bestu veitingahúsum Íslands eins og Nostra.

Anton hefur æft stíft fyrir keppnina í Menntaskóla Kópavogs undanfarnar vikur. Í æfingunum skiptir tímasetning öllu, segir Anton, því keppendum er einungis úthlutað einum og hálfum tíma í verkefnin á hverjum keppnisdegi. Verkefnin eru mjög margbreytileg; allt frá úrbeiningu á kjúklingi og elda aðalrétt úr honum yfir í bakstur á perueftirrétti eða grænmetisrétti úr framandi hráefni.

Aðspurður segir Anton að hann hlakki mest til að vinna með allt það framandi hráefni sem verður skaffað, margt nýtt sem hann hefur ekki unnið með áður.

Þjálfarinn hans í keppninni er Hinrik Carl Ellertsson, sem var rekstarstjóri á Dill restaurant auk þess að starfa í dag sem kennari við Menntaskólann í Kópavogi. ,,Ég hef mikla trú á drengnum, hann hefur staðið sig vel í undirbúningi og er mikil tilhlökkun í hópnum, 

Styrktaraðilar þátttökunnar eru:

  • Matarauður Íslands
  • Menntaskólinn í Kópavogi
  • Matvís
  • Iðan fræðslusetur
  • Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur
  • Fastus
  • Bananar


Meira er hægt að lesa um keppnina í gegnum vef keppninnar og samfélagsmiðla:

Website: http://ycolympiad.com
Facebook:  https://www.facebook.com/ycolympiad
Twitter: @ycolympiad
Instagram : yc_olympiad
 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.