Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenskir tómatar eru frábærir
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 2. júlí 2021

Íslenskir tómatar eru frábærir

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Íslensku tómatarnir eru frábærir og oft marglitir í ýmsum stærðum, mikið hefur aukist úrvalið af íslenskum tómötum og gætum við tekið Ítali okkur til fyrirmyndar að setja aðeins fullþroskaða tómata á markað, sem eru rauðir innan sem utan.

Svo má leika sér með sósur og sultur þegar þeir eru of linir og of þroskaðir fyrir skurð.

Tómatsalsa eða góð pitsusósa
  • 12 stk. þroskaðir tómatar
  • 1 chili, sneiddur og fræhreinsaður
  • 1-2 msk. flögusalt
  • edik (5 prósent) af heildarþyngd
  • 100-200 g sykur
  • 1/2 tsk. pipar (cayenne)
  • 2 tsk. paprikuduft
  • 2 tsk. sinnepsduft
  • 1/2 msk. heil piparkorn
  • 1 tsk. sinnepsfræ
  • 1 stk. lárviðarlauf

Dýfið tómötunum í sjóðandi vatn í 30 til 60 sekúndur, eða þangað til skinnið fer að flagna af.

Dýfið í kalt vatn, takið skinnið af. Skerið í bita og bætið við chili og paprikudufti. Látið suðuna koma upp og látið malla í 20 mínútur með loki. Sameinið restina af hráefni í kryddpoka eða tesíu, bætið við ediki og látið sjóða í sér potti. Lækkið niður hitann og eldið í 20 mínútur.

Fjarlægið kryddpoka og blandið saman edikblöndu og tómatmauki. Bætið við sykri og salti, látið sjóða við vægan þar til blandan hefur þykknað örlítið. Hægt er að setja maukið heitt í hreinar krukkur fyrir góðan geymslutíma í kæli.

Þetta fullkomin pastasósa með ögn af capers og parmesanosti og góð á pitsu.

Tómata- og mozzarella Caprese-salat á pitsu
  • 8 sneiðar af fullþroskuðum tómötum
  • 2 matskeiðar balsamic-edik
  • 8 miðlungs lauf af ferskri basiliku
  • 12 sneiðar ferskur mozzarellaostur
  • Smá þurrkað oregano
  • flögusalt
  • ferskur malaður pipar
  • 2 matskeiðar jómfrúarolífuolía

Raðið sneiddum tómötum á fat og setjið eitt basilikulauf ofan á hverja tómatsneið.

Setjið eina sneið af mozzarella ofan á hvert basiliku lauf svo það myndist lög.

Stráið smá oregano, salti og ferskum möluðum pipar, og úðið yfir með jómfrúarólífuolía. Endið með smá balsamic-ediki.

Forbakið pitsudeigið, penslið með ólífuolíu, raðið tómötunum og bakið örstutt undir grilli.

Tómat-salat á bökuðu brauði
  • 4 hvítlauksrif
  • 1 handfylli steinselja, lauslega söxuð
  • 1 handfylli ferskur kóríander, lauslega saxaður
  • ½ knippi fersk basilika, lauslega söxuð
  • 1 bolli þroskaðir tómatar, fræhreins- aðir og hakkað gróft
  • 2 tsk tómatmauk (pure) 10 matskeiðar jómfrúar ólífuolía
  • 3 matskeiðar hrísgrjón edik (eða annað edik)
  • 2 tsk. salt
  • ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
  • ¼ tsk. tabasco-sósa
Tómatasamloka

Blandið saman hvítlauk, steinselju, kóríander, basiliku, tómat og tómatmauki í matvinnsluvél eða mortéli. Bætið við olíu og ediki og blandið í 1-2 mínútur, þar til sósa er mjög slétt. Bæta tabasco við ef fólk vill og smakkið til með salti og pipar. Sósa getur verið í kæli í nokkra daga.

Svo er raðað lagskipt tómötum basiliku og ristuðu brauði.

Skylt efni: íslenskir tómatar

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...