Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Beitarstjórnun með íslenskum hestum á náttúruverndarsvæði í Lassee í Austurríki.
Beitarstjórnun með íslenskum hestum á náttúruverndarsvæði í Lassee í Austurríki.
Mynd / Robert Harson
Utan úr heimi 9. október 2024

Íslenskir hestar bjarga sanddyngjum

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Íslenskir hestar leika lykilhlutverk í nýrri beitaráætlun á náttúruverndarsvæði í Lassee í Austurríki.

Á Marchfeld-svæðinu, sem liggur milli Vínar og Bratislava, voru áður stór svæði þakin sanddyngjum. Skógrækt og akurlendi hafa þrengt að sandinum og aðeins örfá svæði standa eftir. Sanddyngjurnar eru heimili einstakrar flóru og dýralífs og má þar finna lífverur sem eru í útrýmingarhættu.

Í bænum Lassee, sem er á Marchfeld-svæðinu, hafa stjórnvöld sett af stað beitaráætlun í samstarfi við sérfræðinga frá verndarsvæðum og náttúruverndardeild Neðra- Austurríkis en verkefnið er fjár- magnað af einkafélaginu Blühendes Österreich - BILLA og Evrópusambandinu (ESB). Svæðin eru meðal annars beitt af íslenskum hestum frá hrossabúgarði sem rekin er af Petru Busam.

„Ef litið er yfir söguna þá voru það stór beitardýr sem færðu líffræðilegan fjölbreytileika til Marchfeld. Eftir að dregið hefur saman í beitarbúskap á svæðinu hafa mörg búsvæði ákveðinna lífvera og tegundir farið forgörðum. Hestabeit hjálpar til við að koma í veg fyrir ofvöxt runna og varðveita þannig fjölbreytileika á svæðinu. Ég er ánægð að geta haft jákvæð áhrif á umhverfið með hrossunum mínum,“ segir Petra.

Samkvæmt Tobias Schernhammer, forstöðumanni verndarsvæðanna, skapar beitin opin svæði á jörðinni og hestaskíturinn tryggir líf fyrir um 500 tegundir af skordýrum. Beitarstjórnunin stuðlar einnig að fjölbreytileika flórunnar. Öfugt við slátt þá hreinsa hrossin eingöngu gras og stuðla þannig að lífvænlegu umhverfi tiltekinna blóma og jurta.

Skylt efni: Sanddyngjur

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...