Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ásta segir að klippa þurfi blómin af á hárréttum tíma til að ná sem allra bestu gæðum. Eftir að blómin hafa verið klippt af vaxa þau aftur og hægt að nýta blóm af hverri jurt nokkrum sinnum yfir sumarið.
Ásta segir að klippa þurfi blómin af á hárréttum tíma til að ná sem allra bestu gæðum. Eftir að blómin hafa verið klippt af vaxa þau aftur og hægt að nýta blóm af hverri jurt nokkrum sinnum yfir sumarið.
Líf og starf 20. september 2019

Íslensk morgunfrúarolía í snyrtivörugerð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Morgunfrú er ræktuð á tveimur skikum í Hörgársveit, á Búlandi og við Hjalteyri. Blómin  eru þurrkuð og unnin úr þeim morgunfrúarolía sem síðan er nýtt í framleiðsluvörur Purity Herbs á Akureyri.
 
Fyrirtækið framleiðir yfir 50 mismunandi húð- og snyrtivörur.  Félagið hefur starfað á Akureyri í um aldarfjórðung og notar eingöngu náttúruleg efni í sínar vörur, íslenskar jurtir og vatn, allar jurtir eru handtíndar og umgengni við þær þannig háttað að gæðin skili sér út í framleiðslu­ferli vörunnar.
 
„Uppskeran var það góð í sumar að hún dugar okkur í fram­leiðsluna allt árið og ríflega það,“ segir Ásta Sýrusdóttir hjá Purity Herbs á Akureyri, en hún býr ásamt eiginmanni, Jóni Þorsteinssyni, á Búlandi þar sem þau hafa komið sér upp reit til að rækta morgunfrú. Annar reitur álíka stór er hjá góðum vini þeirri og reynslubolta í ræktun, en sá er staðsettur  á Hjalteyri. 
 
Morgunfrúarolía er notuð sem grunnur í svo gott sem allar framleiðsluvörur fyrirtækisins. Hún hefur fram til þessa verið flutt inn frá útlöndum. 
 
„Það er ánægjulegur áfangi sem við höfum náð með því að rækta og búa til okkar eigin morgunfrúarolíu og við erum himinlifandi með þann árangur,“ segir hún. 
 
 
Nær allar jurtir tíndar á Norðurlandi
 
Þegar Ásta og Jón keyptu jörðina Búland á sínum tíma sáu þau strax fyrir sér að hægt yrði að nýta hana að hluta til ræktunar fyrir fyrirtæki sitt, Purity Herbs. Jörðin er um 100 hektarar að stærð. Stór hluti þeirra jurta sem fyrirtækið þarfnast í framleiðsluvörur sínar koma af Búlandsjörðinni, m.a. vallhumall, hlaðkolla, blóðarfi og blóðberg, maríustakkur og víðibörkur svo eitthvað sér nefnt. „Þetta hefur reynst okkur gjöfult land þegar að jurtatínslu kemur,“ segir Ásta, en hún ásamt starfsfólki fyrirtækisins taka nokkra daga yfir sumarið í jurtatínslu. 
 
Nær allar jurtir sem notaðar eru í framleiðslu Purity Herbs eru tíndar á Norðurlandi, eða um 98%, en það sem upp á vantar fá þau hjá fólki sem tínt hefur jurtir fyrir félagið árum saman.
 
Uppskera eykst ár frá ári
 
Nýliðið sumar var hið þriðja í röðinni þar sem Ásta spreytir sig á að rækta morgunfrú og segir að hin fyrri tvö hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. 
 
„Það voru ýmsir byrjunar­örðug­leikar í þessu hjá okkur, en miðað við hve uppskeran var góð í sumar sem leið tel ég að við höfum slitið barnsskónum og verðum hér eftir á góðu róli,“ segir hún. Fyrsta sumarið var uppskeran afar léleg, örlítið meiri í fyrrasumar og ljómandi góð, sem fyrr segir, núna. „Við kunnum á þessu tökin núna og vitum hvernig á að bera sig að.“
 
Fluttu olíuna áður inn
 
Morgunfrúarolía hefur fram til þessa verið keypt frá útlöndum, en nú hefur þeim áfanga verið náð að fyrirtækið ræktar sjálft sína eigin olíu og er það að sögn Ástu umtalsverður ávinningur. „Við getum verið alveg viss um að gæðin eru fyrsta flokks,“ segir hún en að auki sparist við þetta fyrirkomulag gjaldeyrir þegar ekki þarf lengur að flytja vöruna inn.
 
Ásta segir að klippa þurfi blómin af á hárréttum tíma til að ná sem allra bestu gæðum. Eftir að blómin hafa verið klippt af vaxa þau aftur og hægt að nýta blóm af hverri jurt nokkrum sinnum yfir sumarið. Blómið er því næst forþurrkað heima á Búlandi í skemmu sem til stendur að betrumbæta, en þurrkun lýkur í höfuðstöðvum Puriy Herbs á Akureyri. 
 
Vörur Purity Herbs eru seldar víða um heim og nú virðist nýr og spennandi markaður vera að opnast að sögn Ástu en tvær sendingar hafa þegar farið utan. „Við vonum að það geti orðið byrjun á mikilvægu samstarfi og auknum útflutningi,“ segir Ásta.

4 myndir:

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...