Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 31. janúar 2020

Ísland þarf að leggja aukna áherslu á rannsóknir í landbúnaði

Höfundur: Ritstjórn

Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, ræðir við Áskel Þórisson um landbúnaðarrannsóknir í nýjasta hlaðvarpsþættinum Skeggrætt sem aðgengilegur er í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Þórey segir að miðað við nágrannalöndin standi Ísland sig ekki nógu vel þegar kemur að landbúnaðarrannsóknum. Landbúnaðurinn er flókin atvinnugrein og til þess að hún geti þróast þurfi rannsóknir – og fjármagn. Þekkingin er upphaf og endir alls í landbúnaði og á henni verði byggt þegar loftslagsvandi framtíðarinnar knýr fastar á dyr. „En það kostar tíma og peninga að afla þekkingar,“ segir lektorinn og kallar eftir auknum skilningi á mikilvægi landbúnaðarrannsókna.

Hún nefnir sem dæmi að fjölmargar grunnrannsóknir skorti svo hægt verði að halda á vit nýrra tíma. Þannig sé fátt vitað um kolefnisbindingu í ræktunarlandi og bútæknirannsóknir séu ekki lengur stundaðar.

Þurfum stefnu í landbúnaðarrannsóknum

Þórey kallar líka eftir stefnu í landbúnaðarrannsóknum. Það sé ekki hægt að yfirfæra erlendar rannsóknarniðurstöður á íslenska náttúru. Aðstæður séu þannig á landi hér að það sé einfaldlega ekki hægt. Einnig kemur fram hjá Þóreyju að meðalaldur íslenskra vísindamanna, sem hafa helgað sig landbúnaðarrannsóknum, hækki stöðugt og endurnýjun í þessum hópi gangi hægt. „Það má aldrei vanmeta yfirfærslu þekkingar,“ segir Þórey Ólöf í þættinum.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...