Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Iðnaðarhampur – ein planta sem uppfyllir allar þarfir mannkyns?
Fréttaskýring 5. janúar 2021

Iðnaðarhampur – ein planta sem uppfyllir allar þarfir mannkyns?

Höfundur: Matís

Iðnaðarhampur er afar marg­slungin planta sem hefur oft verið á milli tannanna á fólki. Algengt er að fólk hafi illan bifur á henni vegna þess að henni er oft ruglað saman við hamp sem ræktaður er í þeim tilgangi að framleiða vímuefni. Báðar þessar hampplöntur tilheyra sömu fjölskyldu en iðnaðarhampinn er ekki hægt að nota til vímuefnaframleiðslu af neinu tagi.

Iðnaðarhampur var hagnýttur um aldaraðir í ýmsum tilgangi en féll í ónáð sökum þessarar tengingar. Nú er fólk að enduruppgötva þessa fjölhæfu plöntu og fyrstu skref gefa væntingar um spennandi framhald.

Í verkefninu FutureKitchen sem leitt er af Matís með styrk frá evrópska samkeppnissjóðnum EIT Food eru notkunarmöguleikar iðnaðarhampsins skoðaðir og þeim miðlað áfram á myndbandsformi. Gömul kínversk goðsögn ku segja af því að í árdaga hafi Guðirnir gefið mannkyni eina plöntu sem uppfyllt gæti allar þeirra þarfir, þá plöntu sem nú er kölluð iðnaðarhampur. Plantan er líka merkileg fyrir margra hluta sakir. Mögulegt er að nýta svo til alla hluta plöntunnar svo ekkert fer til spillis. Hún vex hratt, hefur góð áhrif á umhverfi sitt og hægt er að nýta hana til að búa til fjölbreytta hluti á borð við plast, pappír, rafhlöður, byggingarefni, snyrtivörur og fatnað.

Einnig má nýta hana í margvíslega matvælaframleiðslu þar sem hún er bæði bragðgóð og næringarrík. Stilkinn og ræturnar má nota sem hráefni í iðnaði, en fræin, blómin og laufin eru æt. Hamplauf eru rík af járni, sinki, kalíum, magnesíum og fosfór, en hampfræ eru frábær uppspretta af fjölómettaðri fitu, próteini, E-vítamíni og ýmsum nauðsynlegum steinefnum.

Mögulegt er að rækta iðnaðarhamp á Íslandi og hefur það færst töluvert í aukana á undanförnum árum. Pálmi Einarsson og Oddný Anna Björnsdóttir í Gautavík í Berufirði eru meðal þeirra bænda sem telja mætti til frumkvöðla í hamprækt og sjá mikla möguleika í ræktun plöntunnar. Þau hafa prófað sig áfram með alls kyns framleiðslu úr flestum hlutum plöntunnar og telja að í þessu felist miklir möguleikar til aukinnar sjálfbærni hér á landi.

Í Hallormsstaðaskóla stunda nemendur nám í sjálfbærni, ýmist með áherslu á sköpun og matarfræði eða textílvinnslu. Þar hafa möguleikar hampsins verið kannaðir en nemendur hafa til dæmis galdrað fram nýstárlega rétti á borð við hamp pasta, hamp tahini (hampini) og hamp latté. Einnig hafa nemendurnir þróað alls kyns snyrtivörur, smyrsl, fataliti og efni til textílhönnunar sem unnið er frá grunni úr plöntunni svo eitthvað sé nefnt.

Myndböndin úr FutureKitchen myndbandaröðinni má nálgast hér: https://www.youtube.com/playlist?list=PLZGs8XSSa2cL_rQKVzGfnGr0euQn34i5Y

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...