Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Icelandic Lamb markaðssetur lambakjöt á innanlandsmarkaði
Mynd / Icelandic Lamb
Lesendarýni 14. október 2020

Icelandic Lamb markaðssetur lambakjöt á innanlandsmarkaði

Höfundur: Hafliði Halldórsson 

Hlutverk markaðsstofunnar Icelandic Lamb breyttist í september þegar  heimild til markaðssetningar til íslenskra neytenda fékkst með nýsamþykktum viðauka við samning Markaðsráðs Kindakjöts og Atvinnuvegaráðuneytisins um Aukið virði sauðfjárafurða. Samkvæmt viðaukanum verður markaðsstofunni heimilt að vinna að kynningar- og ímyndarmálum fyrir sauðfjárrækt undir formerkjum Icelandic Lamb á innanlandsmarkaði og unnið að frekari auðkenningu  matvæla úr sauðfjárafurðum. 

Undirbúningur er komin langt á veg og munu íslenskir neytendur sjá og heyra fyrstu auglýsingarnar síðar í haust en sérstök áhersla verður lögð á viðurkenningu og verndun sérstöðu íslensks lambakjöts. 

Horft til áhuga neytenda á upprunavottunum

Við undirbúning ímyndaherferðar til íslenskra neytenda var horft sérstaklega til niðurstaðna kannana sem framkvæmdar voru af Maskínu fyrir Icelandic Lamb fyrr á þessu ári.  Kannað var viðhorf neytenda til upprunamerkinga á kjötvöru og áhrif afnáms frystiskyldu á kauphegðun þeirra. Niðurstöður sýna að  áhugi Íslendinga á upprunamerkingum fer vaxandi en 89,1% svarenda sögðu upprunamerkingar á matvöru skipta sig máli. Íslenskt lambakjöt er fyrsta og eina íslenska matvaran sem hefur fengið verndun á afurðaheiti sínu hérlendis. Icelandic Lamb tók mikilvægt skref í september þegar umsókn um „Protected Designation Of Origin“ upprunavottun fyrir íslenskt lambakjöt var send til umsagnar hjá ESB.

Neytendur kjósa íslenskar matvörur


Nú sem fyrr er mikilvægt að tryggja íslenskum neytendum auðskiljanlegar upprunavottanir á íslenskar kjötvörur. Niðurstöður fyrrnefndrar könnunar Maskínu á viðhorfi neytenda til innflutts kjöts  sýnir að neytendur séu líklegri til þess að velja íslenskt lambakjöt fram yfir innflutt, eða 84,5% svarenda. Til þess að meta möguleg áhrif verðhækkunar á íslensku lambakjöti  kannaði Icelandic Lamb hvort svarendur væru líklegri til þess að kaupa innflutt lambakjöt ef það væri ódýrara en íslenskt.  74,2% svarenda sögðust frekar kaupa íslenskt lambakjöt þrátt fyrir tilkomu ódýrari staðgönguvöru en einungis 12,9% sögðu frekar velja ódýrara innflutt lambakjöt. Svörin eru skýr og sýna svart á hvítu vilja Íslendinga til þess að styðja við íslenska framleiðslu og að skýrar upprunamerkingar matvæla séu þarfar og löngu tímabærar til að aðgreina íslenskar matvörur frá vaxandi erlendri samkeppni.

Starfsmenn Icelandic Lamb horfa bjartsýnir til framtíðar og hlakka til að takast á við nýjar áskoranir á innanlandsmarkaði.

Hafliði Halldórsson 
Framkvæmdastjóri
Icelandic Lamb

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...