Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Davíð Stefánsson.
Davíð Stefánsson.
Líf og starf 23. september 2024

Í Fljótum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Davíð Stefánssyni.

Davíð fæddist í Fagraskógi við Eyjafjörð árið 1895 og var jafnan kenndur við bæinn. Hann útskrifaðist frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri árið 1911 og dvaldi í kjölfar veikinda um skeið í Kaupmannahöfn þar sem hann stofnaði ásamt öðrum ungum samlöndum sínum ljóðafélagið Boðn. Þar kynntist hann m.a. Sigurði Nordal, sem fékk ljóð Davíðs birt í tímaritunum Eimreiðinni og Iðunni árin 1916–19. Stúdent varð hann frá Menntaskólanum í Reykjavík 1919, nam eftir það heimspeki við Háskóla Íslands og starfaði meðfram sem ritari á Alþingi. Fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, kom út 1919. Næstu árin lá hann í ferðalögum en tók árið 1925 við starfi bókavarðar á Amtsbókasafninu á Akureyri allt til ársins 1951. Fjórum árum síðar var hann útnefndur heiðursborgari Akureyrar.

Davíð þótti róttækur framan af en er jafnan kenndur við nýrómantík. Svartar fjaðrir og leikritið Gullna hliðið eru hans þekktustu verk en ljóð hans, flest í háttbundnu formi, eru fjölmörg í um tug ljóðabóka. Að auki eru fjögur leikrit og skáldsaga. Verk Davíðs hafa alltaf verið þjóðinni hjartfólgin og hann enda talinn til þjóðskálda okkar.

Textinn sem birtur er hér á eftir er úr skáldsögu Davíðs um Sölva Helgason, Sólon Íslandus I-II, útgefinni 1941.

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi lést 1964, 69 ára gamall. Hann er jarðsettur á Möðruvöllum í Hörgárdal en þar hvíla einnig foreldrar hans og önnur ættmenni. Davíð var ókvæntur og barnlaus. 

„... Þetta var hvorki í fyrsta né annað sinn, sem hún beindi för sinni til fjalla; sjálf hafði hún verið smalastelpa, farið í göngur og jafnvel eftirleit fram eftir öllum aldri. Hún þekkti þau, Flókadalsfjöllin, og unni þeim sízt minna en sveitinni sjálfri. Að ýmsu leyti var hún þeim skyldari. Hvernig sem allt veltist í byggðinni, hvaða ósiður og hégómi sem þar festu rætur, voru blessuð fjöllin alltaf söm og jöfn.

Þegar hún kom upp í dalsmynnið, var sól við hafsbrún og haf og land vafið eldrauðri geisladýrð. Hún gat ekki stillt sig um að renna augunum yfir byggðina sem hafði fætt hana og fóstrað. Þarna höfðu allir svitadropar hennar og öll tár fallið til moldar.

Allt líf hennar var tengt þessari fögru byggð. Hver túnblettur og hver moldarbær voru gamlir ástvinir hennar. Hver skepna var henni hjartfólgin, og hverju mannsbarni vildi hún vel, en hins vegar var ekki allt byggðafólkið að hennar skapi í siðum og háttum. Það skorti vilja og þrek til að bjarga sér, var með nagg og kveinstafi, vorkenndi sjálfu sér að búa og berjast fyrir lífinu í þessari afskekktu snjóasveit.

Ekki þurfti snjórinn neinn að saka. Sú var tíðin, að hann ól á karlmennskunni, en nú var forn þróttur í rénun og þjóðlegir siðir smáðir.

Hvar var blómlegri sveit en þessi? Grösugar engjar, fjöllin vaxin yngi og víði upp í eggjar, silungur í vötnum, varp í hverjum hólma, og utan við mölina var hafið fullt af fiski og hákarli. Hvar var betra að lifa og bjargast? Hvergi í víðri veröld. ... hvar mundi betra að hvíla lúin bein en í Fljótamoldinni? ...“

Íslands er það lag, Helgafell, 1956, Davíð Stefánsson, Inn til fjalla, Úr Sólon Íslandus, VII, bls. 34

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...