Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fyrsti lífræni dagurinn var haldinn sunnudaginn 18. september á Neðra-Hálsi í Kjós en þær Anna María Björnsdóttir og Jóhanna Vilhjálmsdóttir stóðu fyrir deginum í samstarfi við VOR, félag lífrænna bænda og framleiðenda.
Fyrsti lífræni dagurinn var haldinn sunnudaginn 18. september á Neðra-Hálsi í Kjós en þær Anna María Björnsdóttir og Jóhanna Vilhjálmsdóttir stóðu fyrir deginum í samstarfi við VOR, félag lífrænna bænda og framleiðenda.
Mynd / ehg
Líf og starf 29. september 2022

Íslensk matarveisla úr lífrænum hráefnum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Fyrsti lífræni dagurinn var haldinn sunnudaginn 18. september á Neðra-Hálsi í Kjós.

Kræsingar á boðstólum.

Dagurinn var skipulagður af neytendum og sjálfboðaliðum í samráði við VOR (Verndun og ræktun), sem er félag lífrænna bænda og framleiðenda, og Lífrænt Ísland, lifraentisland.is. Haldin var íslensk matarveisla, eingöngu úr lífrænum íslenskum hráefnum, og var vel sótt af gestum.

Markmiðið með deginum var að vekja athygli á lífrænni ræktun á Íslandi og þeim vörum sem verið er að rækta lífrænt á Íslandi. Ísland er langt á eftir mörgum Evrópuþjóðum þegar kemur að lífrænni ræktun en aðeins um 1,0% ræktaðs lands á Íslandi er ræktað með lífrænum aðferðum. Lífrænu bændurnir eru aðeins um 30 af 3.000. Sú tala hefur nánast staðið í stað í áratugi og ekki fylgt þeirri aukningu sem er að eiga sér stað í nágrannalöndum.

Anna María Björnsdóttir og Jóhanna Vilhjálmsdóttir.

„Anna María Björnsdóttir fékk þessa hugmynd en við höfum unnið saman að gerð heimildarmyndar um lífræna ræktun á Íslandi sem kemur út á næsta ári. Síðan höldum við daginn í samstarfi við VOR til að vekja athygli á þessu frábæra starfi hjá íslenskum bændum í lífrænni ræktun. Markmiðið er síðan að dagurinn verði árlegur, þriðji sunnudagurinn í september, og að draga alla að borðinu sem tengjast þessum málaflokki. Þetta var dásamlegur dagur í alla staði og eitt skref af mörgum til að vekja fólk til vitundar um hvað lífræn ræktun er. Síðan var ánægjulegt að matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, mætti á viðburðinn og enn meira tilefni til að koma saman og fagna nýlegu útspili hennar, að láta gera aðgerðaráætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu hérlendis,“ segir Jóhanna Vilhjálmsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari.

Skylt efni: lífræni dagurinn

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...