Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hvítidalur 2
Bóndinn 28. nóvember 2022

Hvítidalur 2

Þau hjónin Þorbjörn Gerðar og Dögg Ingimundardóttir búa á Hvítadal 2 í Saurbæ og fáum við að líta í heimsókn.

Býli? Hvítidalur 2, Saurbæ Dalasýslu.

Ábúendur? Dögg Ingimundardóttir og Þorbjörn Gerðar.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við hjónin og svo börnin okkar Victor Breki (21), Karen (18), Birna Rós (13) og Gerðar Freyr (3) en svo eigum við líka alveg helling í Þorsteini Fannari (19). Einnig eigum við hundana Mikka, Skottu, Vask, Kat og Bósa og kettina Camillu og Rupp.

Stærð jarðar? Rúmir 600 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú en eigum þó líka 6 hesta og 6 hænur.

Fjöldi búfjár? Í kringum 200 vetrarfóðrað, stefnum þó á fjölgun.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Yfir vetrarmánuðina þaf að byrja á að koma yngri börnunum í skólabílinn, eftir það förum við í fjárhúsin og lítum eftir hrossum og hænsnum og gefum þar sem þarf, því næst reynum við að dytta að því sem þarf og sinna öðrum tilfallandi verkefnum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn er alltaf mjög yndislegur tími en einnig er mjög gaman þegar heyskapur gengur vel.

Leiðinlegustu bústörfin eru án efa að hirða rúllurnar heim eftir góðan heyskap.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Vonandi bara nokkuð svipað fyrir utan að við stefnum á að fjölga aðeins ef vel gengur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur, mjólk ásamt endalausum sultukrukkum.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille með heimagerðri bernaise og kartöflum klikkar ekki og í uppáhaldi hjá öllum á heimilinu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það hafi ekki verið í vor þegar það snjóaði. Þegar 5 dagar voru búnir af sauðburði þurftum að taka inn allt lambfé og 2/3 af kindunum báru á 3 sólarhringum með allt inni. Það var orðið frekar lítið pláss í húsunum en sem betur fer skánaði veðrið hratt eftir það.

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....