Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vexti plantna er stjórnað af hormón sem kallast auxin. Hormónin stjórna efnabreytingum í plöntum og það eru þær sem stjórna því að blöðin vaxa í áttina að birtu en ræturnar leita niður á við.
Vexti plantna er stjórnað af hormón sem kallast auxin. Hormónin stjórna efnabreytingum í plöntum og það eru þær sem stjórna því að blöðin vaxa í áttina að birtu en ræturnar leita niður á við.
Á faglegum nótum 7. maí 2021

Hvernig vita plöntur hvað snýr upp og niður?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vöxtur plantna er í grófum dráttum í tvær áttir. Í átt að ljósi til að nýta ljósið til tillífunar og í átt að miðju jarðar eða niður á við. Hópur grasafræðinga við Háskólann í München ásamt fleiri vísindamönnum hafa undanfarið unnið að rannsóknum á þessum vexti og hvað stjórnar honum.

Allir sem hafa fylgst með vexti plantna, hvort sem það er í náttúrunni eða í eldhúsglugganum, vita að blöðin leita í áttina að birtu hvort sem hún kemur frá sólinni eða rafmagnsperu. Ástæða þessa er að í blöðunum eru grænukorn sem nýta birtuna til að planta geti vaxið og dafnað. Á svipaðan hátt leita rætur plantna niður á við og sækja vatn og nauðsynleg næringarefni í jarðveginn.

Vextinum er stjórnað af hormón sem kallast auxin. Hormónin stjórna efnabreytingum í plöntum og það eru þær sem stjórna því að blöðin vaxa í áttina að birtu en ræturnar leita niður á við.

Fyrrgreindir vísindamenn hafa undanfarið verið að skoða þessi auxin og hvernig þau fara að því að beina vextinum í ákveðna átt. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að því að kanna áhrif efnisins Naptalan, Napthylphphthalic acid, á getu auxin til að stjórna vextinum. NPA hefur verið notað sem illgresiseitur bæði í löndum Evrópusambandsins og í Bandaríkjum Norður-Ameríku fyrir tvíkímblöðunga.

Dr. Ulrich Hammes, sem er í forsvari fyrir rannsóknarinnar, segir að NPA geti verulega dregið úr vexti plantna með því að hamla virkni auxina og að þannig megi nota það til að draga úr vexti illgresis sé það rétt notað. Hammes segir að rannsóknir af þessu tagi séu rétt skref í áttina að betri notkun á varnarefnum og aukinni landnýtingu í landbúnaði og öruggari matvælaframleiðslu.

Skylt efni: Grasafræði

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...