Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hver eru gæði byggs í ökrum bænda?
Á faglegum nótum 29. ágúst 2022

Hver eru gæði byggs í ökrum bænda?

Höfundur: Helgi Eyleifur Þorvaldsson og Hrannar Smári Hilmarsson.

Landbúnaðarháskóli Íslands, í umboði matvælaráðuneytisins, mun vinna að og leggja fram aðgerðaráætlun til eflingar kornræktar á Íslandi.

Einn af verkþáttum verkefnisins er að greina gæði þess korns sem ræktað er á Íslandi. Við óskum því eftir að bændur sendi sýni af korni úr ökrum sínum eftir þreskingu í haust, um það bil þrjár lúkur.

Helgi Eyleifur Þorvaldsson.
Hrannar Smári Hilmarsson.

Markmiðið með þessu er að greina gæði korns sem ræktað er hér á landi. Greint verður þúsundkornaþyngd og rúmþyngd, að þessu sinni verða sýni ekki efnagreind. Þessa eiginleika er tiltölulega einfalt að mæla þó að best sé að gæta samræmis í mælingum og því er óskað eftir því að bændur sendi sýni á fræstofu Jarðræktarmiðstöðvarinnar. Að auki verða kornsýnin sigtuð og flokkuð í stærðir yfir 2,5 mm, minni en 2,5 mm en stærri en 2,2 mm og minna en 2,2 mm.

Með þessum upplýsingum verður hægt að þróa gæðaflokka korns, til dæmis í þrjá flokka. Fyrsta flokks hefði háa þúsundkornaþyngd og rúmþyngd, hátt hlutfall korns yfir 2,5 mm og aðeins brot undir 2,2 mm. Ef korn í fyrsta flokki sýnir hátt spírunarhlutfall, um 95%, er hægt að prófa það frekar fyrir öðrum viðmiðum og athuga hvort það gæti flokkast sem maltbygg með tilheyrandi möguleikum til verðmætasköpunar í drykkjarvöruframleiðslu. Annars ætti fyrsta flokks korn að vera eftirsótt svínafóður. Annar flokkur samanstendur af korni sem er af háum gæðum en nær ekki í fyrsta flokk. Slíkt korn getur vel hentað sem svínafóður eða afburðafóður fyrir nytháar kýr. Þriðji flokkur er það korn sem stenst ekki kröfur efri flokka og nýtist þá fyrst og fremst sem fóður fyrir kýr og gripi í uppeldi.

Með þessum upplýsingum er hægt að aðlaga gæðaflokka korns hér á landi fyrir mögulegt kornsamlag, og fá heildarmynd af gæðum korns sem ræktað er hér á landi.

Áhugavert væri að bera saman niðurstöður úr yrkjatilraunum Jarðræktarmiðstöðvarinnar við raunir bænda við ræktun byggs. Niðurstöður yrkjatilrauna verða að sýna sterka fylgni við niðurstöður úr ökrum bænda ef það á að nýta fyrirkomulagið í yrkjaprófunum og kynbótum.

Í fyrra, árið 2021, tóku starfsmenn Jarðræktarmiðstöðvarinnar sýni úr örfáum kornökrum um landið. Skemmst er frá því að segja að besta kornið kom úr Eyjafjarðarsveit þar sem þúsundkornaþyngd var 42 g, rúmþyngd 73 g/dl og spírunarhlutfall allt að 100%.

Til þess að taka þátt í verkefninu þurfa bændur að taka sýni úr ökrum eftir þreskingu. Þar sem kornið er þurrkað má senda slíkt korn beint, en þar sem kornið er ekki þurrkað þarf að þurrka sýnið áður en það er sent. Þetta er hægt að gera í örbylgjuofni eða bakarofni. Ef kornið hefur ekki náð 85% þurrrefnishlutfalli, þá hitnar fljótt í því og það tekur að mygla. Slíkt sýni er ekki til neins að greina. Tilgreina skal að minnsta kosti frá hvaða bæ sýnið kemur og helst hvaða yrki var ræktað ásamt tölvupóstfangi svo að hægt sé að koma niðurstöðunum til skila. Best væri ef fleiri upplýsingar fylgdu sýnunum; spildunúmer, jarðvegsgerð, áburðarskammtar, uppskera, sáðdagur, uppskerudagur og úðunarmeðferð.

Niðurstöður greininga verða sendar bændum til upplýsinga. Að öðru leyti verður niðurstöðunum gerð skil án tengingar við bæi. Með leyfi ræktenda verður besta kornsýni landsins kynnt og bestu sýni hvers landshluta.

Frekari upplýsingar og leiðbeiningar má fá í gengum tölvupóst, hrannar@lbhi.is, eða í síma 843-5385.

Ákall til bænda að senda sýni úr ökrum í haust til:

Landbúnaðarháskóli Íslands Jarðræktarmiðstöð Hvanneyri, 311, Borgarbyggð

Skylt efni: kornhorn | bygg

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...