Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hver er jólaréttur Íslendinga?
Á faglegum nótum 22. desember 2022

Hver er jólaréttur Íslendinga?

Nú, í síðasta tölublaði Bændablaðsins á þessu ári, er þess virði að líta til þess hvaða kjöt fólk kýs einna helst að borða yfir hátíðarnar og í aðdraganda þeirra. Ef ímynd jólanna stenst ættu tölur yfir sölu og innflutning að sýna að kjötát aukist yfir hátíðarnar og að aðallega myndi aukningin skiptast á lambakjöt og svínakjöt þar sem þetta er tíminn þar sem fólk seðjar hungrið með hamborgarhrygg, purusteik og hangikjöti.

En ef rýnt er í tölurnar þá sést að í desember undanfarinna þriggja ára selst minna af kjöti en í meðalmánuði. Meðalneysla desembermánaðar er 2.305 tonn en meðaltal ársins er 2.564,2 tonn. Þetta er 10% samdráttur frá meðaltali kjötneyslu á landinu.

Einnig er áhugavert að sjá að ekki er hægt að treysta á að sala svínakjöts eða kindakjöts aukist í desember. Hér er stuðst við sölu áranna 2020 og 2021 og sést þá að árið 2020 var kindakjötssala í desember rétt undir meðaltali en árið 2021 var hún rétt yfir meðaltali. Öfugt er farið með svínakjötið. Þar er salan rétt yfir meðaltali árið 2020 en undir því 2021. Þegar horft er yfir töflur sem sýna frávik frá meðal mánaðarsölu sést að fyrir utan lambakjöts- og hrossakjötssölu rétt eftir sláturtíð á haustin, og samdrátt í mánuðunum fram að því, er lítið hægt að reiða sig á árstíðabundna söluaukningu í einstaka kjötflokkum, þó fyrir utan það að í desember áranna tveggja í þessu úrtaki dró úr sölu bæði alifugla- og nautakjöts.

6 myndir:

Skylt efni: hagtölur

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...