Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hvaða lán eru „rétt lán“ fyrir heimilin?
Mynd / Bbl
Lesendarýni 21. maí 2021

Hvaða lán eru „rétt lán“ fyrir heimilin?

Höfundur: Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Fyrir utan alvarleg áföll og veikindi, er fátt sem skekur heimilin jafn mikið og fjárhagslegt óöryggi en því miður er þjóðfélagið okkar þannig upp byggt að fjárhagslegt óöryggi er viðvarandi ástand hjá mjög stórum hluta heimila á Íslandi.

Það eru fáir sem komast hjá því að taka húsnæðislán til að koma sér þaki yfir höfuðið og það er þar sem ballið byrjar fyrir alvöru því íslensk heimili hafa allt of lengi búið við einhver verstu lánakjör í okkar heimshluta.

Jú, það er rétt að vextir eru í sögulegu lágmarki á Íslandi um þessar mundir og því auðveldara en yfirleitt áður að taka hagstæðustu lánin, sem eru óverðtryggð lán sem eru ALLTAF betri kostur en verðtryggð lán.

En þessi „hagstæðu óverðtryggðu lán“ eru engu að síður á breytilegum vöxtum og yfir vofir alltaf sú ógn að þeir muni hækka og greiðslubyrði verða óviðráðanleg, því það er staðreynd að lánastofnanir eru fljótar að taka en lengi að skila.

Ef Seðlabankinn hækkar vexti skilar það sér hratt inn í lánasamninga, en ef vaxtaviðmið Seðlabankans lækka er annað upp á teningnum og þá tekur allt mikið lengri tíma.

Það er t.d. staðreynd að vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað sér nema að litlu leyti til heimilanna. Núverandi vextir eru þannig um 230% hærri en þeir gætu verið sé tekið mið af stýrivaxtalækkunum undanfarinna tveggja ára.

Þetta eru engar smá upphæðir fyrir hvert heimili.

En svo um leið og ljóst var að stýrivextir Seðlabankans myndu hækka aðeins fór fjármálaráðherra að hafa áhyggjur af því að heimilin sem væru með óverðtryggð lán myndu ekki ráða við greiðslubyrðina sem kæmi í kjölfar vaxtahækkana.

Við hjá Hagsmunasamtökum heim­ilanna sendum þá frá okkur yfirlýs­ingu, þar sem við bentum á alla þá lækkun sem heimilin ættu enn þá inni hjá bönkunum, en fátt varð um svör. Hræðsluáróðurinn gegn óverðtryggðum lánum hélt áfram.

Það má færa rök fyrir því að hræðslu­­áróðurinn eigi rætur í sérhags­munagæslu því verðtryggð lán heimilanna eru ein helsta mjólkurkú fjármálafyrirtækjanna. Verð­tryggingin er gullgæs sem verpir vel.

Það fór því um menn þegar heimilin tóku að flýja verðtrygginguna í stórum stíl.

Hagsmunir fjármálaráðherra og vina hans hjá hagsmunasamtökum fjármálafyrirtækja (SFF) fara engan veginn saman við hagsmuni heimilanna.

Verðtryggð lán eru verstu lán sem heimilin geta tekið. Þau eru e.k. „hunangsgildra“ þar sem bráðin er tæld inn með lægri afborgunum en áður en langt um líður fara þær að hækka og hægt en örugglega lokast gildran og bráðin er föst.

Óverðtryggð lán eru ALLTAF betri en verðtryggð en engu að síður varasöm vegna þess að þá hafa fjármálafyrirtækin sína tryggingu í breytilegum vöxtum sem þau hafa á stundum hækkað með ólögmætum hætti án þess að nánar sé farið í þá sögu hér.

Það er sorgleg staðreynd að í raun eiga neytendur ekki kost á „réttum lánum“ á Íslandi og að ekkert er að marka ráðleggingar fjármálaráðherra eða annarra spekinga sem haga seglum eftir vindi sérhagsmuna.

Á síðasta ári ráðlagði fjármálaráðherra, sá sem stjórnar ríkisfjármálunum, fólki að taka óverðtryggð lán, en nú virðist hann vara fólk við þeim. Hvenær eigum við að trúa honum? Nú eða þá?

Hvernig væri að taka upp al­­menni­­lega efna­hagsstjórn hérna sem byggir ekki á því að féfletta og blóð­mjólka heimili landsins?
Almenningur er ekki fóður fyr­ir bankana!

Fólkið fyrst og svo allt hitt.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og frambjóðandi Flokks fólksins

Skylt efni: húsnæðislán

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...