Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Mynd / Halla Eygló
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir og aðbúnað bænda á Íslandi.

Valgerður Friðriksdóttir

Könnunin er hluti af undirbúningsvinnu fyrir lokaverkefni við sálfræðideild Háskólans á Akureyri þar sem hún ætlar meðal annars að skoða hvernig bændur meta andlega heilsu sína og hvað hefur áhrif á líðan þeirra. Helsti hvatinn að þessari vinnu Valgerðar er skýrslan Líðan og seigla íslenskra bænda sem kom út í febrúar. Þar kom fram að bændur séu líklegri til að upplifa einkenni streitu en aðrar stéttir.

Við lestur skýrslunnar vöknuðu fjölmargar spurningar hjá Valgerði og vill hún kanna nánar hverjir áhrifaþættirnir eru til þess að hægt sé að vinna að lausnum. Rannsóknarspurningin hefur ekki verið fullkomlega mótuð, en Valgerður reiknar með að fá skýrari mynd á hana þegar hún verður búin að vinna úr gögnum könnunarinnar.

Meðal fyrstu niðurstaðnanna í könnun Valgerðar kemur fram að stór hluti bænda sem hefur svarað býr á jörð þar sem sama ættin hefur verið í búskap lengur en í öld. Valgerður vill kanna hvort og hvaða áhrif það gæti haft á líðan bænda að vera með vinnu margra kynslóða á undan sér í fanginu.

Rétt rúmur helmingur starfandi bænda sem hafa svarað þykir umræðan um landbúnað vera frekar neikvæð. Samkvæmt gögnunum sem Valgerður hefur nú þegar safnað dregur neikvæð umræða úr samstöðu og eykur félagslega einangrun innan bændastéttarinnar. Valgerður er yfirleitt kölluð Vala og stundar búskap ásamt eiginmanni sínum á Gunnarsstöðum 5 í Þistilfirði. Könnunin er ennþá opin og hefur Valgerður auglýst hana í Facebook-hópum bænda.

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...