Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Húsaskjól óskast
Skoðun 10. mars 2022

Húsaskjól óskast

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Vopnaskak í útlöndum er ekki bara áhyggjuefni fyrir viðkomandi þjóðir því fólk sem flýr slíkar hörmungar leitar skjóls þvert á öll landamæri. Því mun stríðið í Úkraínu líka hafa bein áhrif á íslenskan veruleika og þar með á húsnæðismarkaðinn hér á landi.

Pólitískar ákvarðanir á vettvangi sveitarstjórnarstigsins hafa haft afgerandi áhrif á lóðaframboð og verðlagningu á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði með skelfilegum afleiðingum. Lóðauppboð sem innleitt var í Reykjavík 1999 og síðan tekið upp víðar, hefur hleypt upp lóðaverði og útilokar venjulegt launafólk frá því að byggja sjálft. Fjársterkir aðilar hafa nýtt sér þessa stöðu. Þeir hafa líka augljósan hag af skortstöðu í lóða- og fasteignaframboði.

Fleiri áhrifaþættir en hægagangur í skipulagsmálum og húsbyggingum hefur þó áhrif á stöðuna á fasteignamarkaði. Fjölgun landsmanna hefur líka greinilega verið stórlega vanmetin hvað varðar íbúðaþörfina.

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu íslands voru íbúar landsins um síðustu áramót  um 376.000. Á fimm ára tímabili, eða frá ársbyrjun 2017, hefur íbúum landsins fjölgað um 27.651, eða um 5.530 að meðaltali á ári. Byggingarþörfin í landinu er í samræmi við það.

Hér hafa verið uppi háværar kröfur um að Íslendingar axli ábyrgð í móttöku flóttamanna. Því til viðbótar hafa verið virkjuð lagaákvæði sem opnar stríðs­hrjáðum Úkraínumönnum nær óhindraða leið inn í landið. Er nú búist við að hingað komi jafnvel nokkur þúsund flóttamenn á þessu ári. Varla getum við verið þekkt fyrir að bjóða þessu fólki upp á að búa í tjöldum. Leiga á hótelum er einungis skammtímalausn sem og hugmynd að nýta sumarhús verkalýðsfélaga í þessu skyni. Því er spurningin, hvernig ætla yfirvöld að leysa þennan vanda til viðbótar þeim húsnæðisvanda sem þjóðin á þegar við að glíma? Þar bíða ungir íslenskir ríkisborgarar og öryrkjar í röðum eftir úrlausn sinna mála, bæði vegna íbúðarkaupa og leigu íbúða á allt of dýrum leigumarkaði.

Er ekki ljóst að stjórnvöld, sveitarfélögin ásamt eftirlits- og reglugerðarstofnunum í landinu verða nú þegar að fara að taka sig saman í andlitinu og vinda ofan af þeim regluverksófögnuði sem hér er búið að innleiða í húsbyggingarmálum?

Forsætisráðherra skipaði nýverið enn einn starfshópinn um umbætur á húsnæðis­markaði. Þetta  kemur í kjölfar átakshóps sem skipaður var 2019. Er ekki kominn tími til að menn bretti upp ermar í stað þess að halda endalausa fundi og skrifa skýrslur í bunkum? Það þarf aðgerðir og það strax.

Húsnæðisvandinn getur orðið að stórvandamáli í landinu eftir örfáar vikur sem getur leitt til togstreitu milli íbúa. Hvorki flóttafólk né venjulegir íslenskir ríkisborgarar í húsnæðisvanda geta beðið endalaust eftir aðgerðum.

Það þarf að fara strax í að útbúa lóðir á kostnaðar­verði, um land allt, og láta af öllum flottræfilshætti í húsbygg­ingar- og skipulagsmálum. Það eru til fjölmargar lausnir í byggingu  verksmiðjuframleiddra einingahúsa sem hægt er að koma upp með hraði. Jafnvel með byggingu tilbúinna einingablokka líkt og gert hefur verið í Þýskalandi og víðar.

Það var hægt að leysa málin eftir Vestmannaeyjagosið og slíkt ætti að vera mun auðveldara núna með nýrri og fullkomnari tækni. Þarna verða sveitar­stjórnir og ríkisvaldið að taka höndum saman um alvöru aðgerðir. Ekki fleiri verðlaunaskýrslur, takk! 

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...