Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir með verðlaunin sín fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi árið 2020.
Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir með verðlaunin sín fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi árið 2020.
Mynd / MHH
Líf og starf 16. apríl 2021

Hurðarbaksbúið og Birtingarholt verðlaunuð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega kallaði Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, kúabændurna á Hurðarbaki í Flóa, þau Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónsson, ásamt Fjólu Ingveldi Kjartansdóttur, kúabónda í Birtingarholti í Hrunamannahreppi, á sinn fund. Ástæðan var sú að hann var að veita þeim verðlaun.

Annars vegar fékk Hurðarbaksbúið verðlaun fyrir að vera afurðahæsta búið á Suðurlandi 2020.

Hins vegar fékk kúabúið í Birtingarholti verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020, sem var Ösp hjá Fjólu Ingveldi og Sigurði Ágústssyni. Hún mjólkaði 14.062 kg. Meðalafurðir voru 8.445 kg á árskú á Hurðarbaki 2020 en búið var líka afurðahæst árið 2019. Á bænum eru um 50 mjólkandi kýr.

Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir með verðlauna­gripina sem þau Sigurður Ágústsson fengu fyrir Ösp, en hún mjólkaði 14.062 kg á síðasta ári.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.