Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hugmyndir að huggulegri aðventu
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 13. desember 2021

Hugmyndir að huggulegri aðventu

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Þriðji í aðventu var á sunnudaginn og við hæfi að gefa svolítinn forsmekk að jólunum.

Laxakrans
  • 400 g sneiddur grafinn eða reyktur lax
  • Extra virgin ólífuolía, til að setja yfir
  • Sýrður rjómi eða graflaxsósa
  • Glútenlaust kex eða skorpulaust þunnt ristað brauð, til að bera fram

Það getur verið einföld lausn að skera lax þunnt og raða saman í jólakrans og svo skreyta með jurtum og salati til að borða í jólaundirbúningnum.

Jólabrauðsneiðar

Notaðu afganga af einhverjum jólalegum mat eða keyptu niðursneitt álegg til að komast í aðventuandann og til að búa til fullkomnar samlokur eða smurbrauð.

Setjið majónes, í stað smjörs, á brauðið og steikið á þeirri hlið í stað þess að rista. Raðið skinku, osti eins og brie, sýrðum rjóma með piparrót eða sósu að eigin val og skreytið með jólalegu meðlæti.

  • 4 sneiðar hvítt brauð eða flatkökur (ef það er hangikjöt á veisluborðinu)
  • 4 msk. majónes
  • Skinka eða hangikjöt
  • (soðin egg)
  • 8 brie ostasneiðar
  • 3 msk. fínt skorið hvítkál eða ferskt rauðkál
  • Skreytt kex og cookies
  • Hægt er að skreyta fleira en pipar­kökur og því er gaman að baka cookies og skreyta í anda jóla.
  • Svo er líka hægt að kaupa kex og orkustangir fyrir fullorðna og gera jólaleg hreindýr og jólabjöllur.
  • 20 litlar saltkringlur
  • 10 rauðar M&M
  • 20 sælgætisaugu
  • 50 g dökkt súkkulaði, brætt, kælt

Setjið kexið og súkkulaðikökurnar inn í ísskáp áður en þið skreytið.
Það hjálpar til við að flýta fyrir bráðnun á súkkulaðinu.

Jólasmákökur fjölskyldunnar

Við vonum að þið hafið gaman af hátíðarundirbúningi og skemmtun við bakstur á þessu tímabili. Þetta eru uppáhalds jólasmáköku­uppskrift fjölskyldunnar okkar! Þær eru ekki bara ljúffengar heldur líka frábærar til að gefa fjölskyldu, vinum og nágrönnum eða setja í glugga fyrir jólasveininn.

  • 1 bolli púðursykur
  • 1 bolli sykur
  • ½ bolli smjör
  • ½ bolli olía
  • 2 egg
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. vanilla
  • 3 bollar hveiti
  • ½ bolli smá súkkulaðibitar
  • 1 bolli M&M

Hitið ofninn í 350 gráður.

Hrærið saman smjör, olíu og sykur.

Bætið eggjum út í og þeytið þar til það er ljóst.

Bætið matarsóda, salti, dufti, vanillu og hveiti út í. Blandið vel saman.

Notið kökuskeið til að setja deigið á smurðan kökubakkann. Skreytið efst með 4-5 stk M&M.

Bakið við 170 gráður í 7-8 mínútur.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...