Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Pakkaðar gulrófur annars vegar og ópakkaðar hins vegar. Niðurstöður verkefnisins sýnir að þær pökkuðu halda gæðum mun lengur.
Pakkaðar gulrófur annars vegar og ópakkaðar hins vegar. Niðurstöður verkefnisins sýnir að þær pökkuðu halda gæðum mun lengur.
Á faglegum nótum 23. nóvember 2022

Huga þarf betur að pökkun grænmetis

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Frá síðasta hausti hefur verið unnið að verkefnum hjá Matís, sem hafa það að markmiði að auka verðmæti íslenskrar grænmetisframleiðslu.

Til dæmis með því að lengja geymsluþol á útiræktuðu grænmeti og bæta nýtingu á hliðarafurðum garðyrkju.

Meðal niðurstaðna má nefna að meira mældist af andoxunarefnum í kartöflum en ýmsum litsterkum grænmetistegundum og að hliðar­afurðir grænmetis, eins og afklippt laufblað, eru steinefnaríkari en grænmetið sjálft.

Á vef Matís er fjallað um verkefnin; en niðurstöður þeirra birtast þar í fjórum skýrslum um bætt gæði og geymsluþol íslensks grænmetis, hliðarafurðir þess og rýrnun í virðiskeðjunni, auk þess sem gefnir hafa verið út einblöðungar um eiginleika og meðhöndlun kryddjurta og pökkun gulrófna.

Auka geymsluþol grænmetis með pökkun

Í umfjöllun Matís um verkefnin er haft eftir Evu Margéti Jónudóttur, sérfræðingi hjá Matís, að það hafi komið verulega á óvart hversu mikið af fullkomlega góðu grænmeti er sóað vegna þess að markaðurinn getur ekki tekið við því öllu þegar það er sem ferskast.

„Þó við viljum alltaf reyna að minnka plastnotkun eins mikið og hægt er þá viljum við á sama tíma minnka sóun á mat með því að auka geymsluþol. Eins og niðurstöður þessa verkefnis gefa til kynna þá má auka geymsluþol grænmetis verulega með pökkun og því má segja að pökkun í þessu tilfelli kom sannarlega í veg fyrir sóun. Væntanlega verður hægt að draga úr plastnotkun með nýjum pökkunarefnum,“ segir hún.

Nefnt er dæmi um tilraun við geymslu á grænmeti í allt að 12 vikur, þar sem borið var saman pakkað grænmeti og ópakkað með tilliti til rýrnunar. Afgerandi munur var á grænmetinu, þar sem ópakkaða grænmetið tapaði mikilli þyngd. Sérstaklega var það áberandi í tilvikum gulrófna, sem töpuðu ekki þyngd á þessum tíma þegar þeim var pakkað í plastfilmu.

Fleiri afleidd rannsóknarverkefni

Verkefninu er nú formlega lokið, en það hlaut styrk frá Matvælasjóði á síðasta ári. Í umfjölluninni á vef Matís er þess getið að verkefnið hafi lagt grunn að rannsóknarverkefni sem tengist hliðarafurðum garðyrkju og miðar að framleiðslu verðmætra afurða úr þeim.

Er þar nefnt það sem fellur til þegar blöð eru tekin af tómata­ og gúrkuplöntum, blöðum af útiræktuðu grænmeti eins og blómkáli, spergilkáli, gulrófum, gulrótum, blöðum og stilkum úr blómarækt. Auk þess verði skoðaðir möguleikar á bættri nýtingu á annars flokks vörum og umfram magni gulrófna. Ætlunin er að einangra lífefni og lífvirk efni úr hverjum lífmassa og síðan verða lífvirknieiginleikar og vinnslueiginleikar rannsakaðir með það að markmiði að finna leiðir til að framleiða verðmætari afurðir.

Skylt efni: Matís | pökkun grænmetis

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...