Hrútaskráin komin á vefinn
Fréttir 20. nóvember 2020

Hrútaskráin komin á vefinn

Höfundur: Ritstjórn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2020-21 er komin á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Skráin er á hefðbundnu pdf-formi.

Í tilkynningu á vef RML kemur fram að prentaða skráin komi út í lok næstu viku. 

„Skráin er 52 síður að stærð, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um 47 hrúta sem notaðir verða til sæðinga í vetur. Hrútakosturinn er að venju gríðarlega öflugur, blanda af reynsluboltum sæðingastöðvanna og yngri kappa sem hafa nú hafið sinn fyrsta vetur á sæðingastöðvunum. Þá eru aðrir valkostir í boði, svo sem ferhyrndur hrútur og feld- og forystufjárhrútar. Ritstjóri skráarinnar er Guðmundur Jóhannesson en efni skráarinnar er að mestu tekið saman og skrifað af Árna B. Bragasyni, Eyjólfi I. Bjarnasyni, Eyþóri Einarssyni og Lárusi G. Birgissyni. Flestar ljósmyndir í skránni eru teknar af Höllu Eygló Sveinsdóttur en auk hennar tók Torfi Bergsson myndir af hrútum. Rósa Björk Jónsdóttir sá um uppsetningu og umbrot og prentun er í höndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustunnar í Borgarnesi. Hér með er þökkum til þessara aðila og fjölmargra annarra er lögðu hönd á plóg komið á framfæri en að baki liggur mikil vinna sem sinna þarf á stuttum tíma. Þá er auglýsendum þakkað sérstaklega þeirra framlag sem gerir þessa útgáfu mögulega í því formi sem hún er.

Vegna heimsplágunnar munu hefðbundnir hrútafundir falla niður þetta árið en þess í stað verður um að ræða vefkynningu sem verður auglýst síðar,“ segir í tilkynningunin.

Smellið á myndina til að opna pdf-skjalið.

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu
Fréttir 27. nóvember 2020

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu

Í dag klukkan 13 verður haldin uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og s...

Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna
Fréttir 27. nóvember 2020

Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun bæta 500 millj...

Aðalfundur LS 2020
Fréttir 27. nóvember 2020

Aðalfundur LS 2020

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda fór fram í gegnum fjarfundarbúnað fimmtuda...

Lýsa áhyggjum af hækkunum á gjaldskrá Landsnets
Fréttir 26. nóvember 2020

Lýsa áhyggjum af hækkunum á gjaldskrá Landsnets

Samband garðyrkjubænda, Sölufélag garðyrkjumanna og Bændasamtök lýsa miklum áhyg...

Þakkargjörðar-lambabógur eldaður í beinni
Fréttir 26. nóvember 2020

Þakkargjörðar-lambabógur eldaður í beinni

Í dag klukkan 15 verður bein útsending á vegum Íslensks lambakjöts á Facebook-sí...

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn
Fréttir 25. nóvember 2020

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn

„Það er vissulega mikið áfall þegar svona atburður kemur upp, hann hefur í för m...

Alþjóðleg vitundarvika um skynsamlega notkun sýklayfja
Fréttir 25. nóvember 2020

Alþjóðleg vitundarvika um skynsamlega notkun sýklayfja

Dagana 18.–24.nóvember er árleg alþjóðleg vitundarvika um skyn­samlega notkun sý...

Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti
Fréttir 24. nóvember 2020

Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti

Sala á kjöti frá afurðastöðvum dróst saman um 10,5% í októbermánuði miðað við sa...