Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Anja getur að sönnu verið stolt af hryssunni sinni Kötlu, sem er ekki bara hæfileikabúnt heldur glæsileg á velli. Hún hlaut m.a. einkunnina 9 fyrir höfuð og prúðleika.
Anja getur að sönnu verið stolt af hryssunni sinni Kötlu, sem er ekki bara hæfileikabúnt heldur glæsileg á velli. Hún hlaut m.a. einkunnina 9 fyrir höfuð og prúðleika.
Mynd / Nicki Pfau
Hross og hestamennska 27. september 2021

Vel hestaður fagurkeri

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Anja Egger-Meier er svissneskur hrossaræktandi íslenska hestsins sem hefur einstaklega gott auga fyrir gæðingum ef marka má hesteign hennar. Hryssan hennar, Katla frá Hemlu II, er hæst dæmda kynbótahrossið á Íslandi í ár.

Katla er undan heiðursverðlaunastóðhestinum Ský frá Skálakoti og Spyrnu frá Síðu. Ræktendur hennar eru Anna Kristín Geirsdóttir og Vignir Siggeirsson en Anja keypti hana árið 2019.

„Ég sá Kötlu fyrst á Landsmóti hestamanna árið 2016. Þá var hún fjögurra vetra gömul. Ég heillaðist af hreyfingamýktinni í henni og reyndi að fá hana keypta, en hafði ekki erindi sem erfiði fyrr en þremur árum síðar,“ segir Anja.

Á þessu Landsmóti keypti hún hins vegar tvær aðrar ungar hryssur af kynbótabrautinni sem hafa síðan þá sannað sig sem stólpagæðingar. Þetta eru Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli og Viðja frá Hvolsvelli, sem hlaut 9,00 fyrir hæfileika sem reyndist hæsti hæfileikadómur ársins 2019. En aftur að Kötlu.


Fjölhæfur listagæðingur

Anja segir Kötlu sérstakan karakter, hún sé mjög kurteis, yfirveguð og samstarfsfús. Undir það tekur Árni Björn Pálsson, þjálfari hryssunnar.

„Katla er listagæðingur frá náttúrunnar hendi. Að mörgu leyti endurspeglar hún það sem við erum að leita að í ræktun íslenska hestsins. Hún er stór og glæsileg í byggingu, framhá og með mikla útgeislun. Svo er hún einstaklega fjölhæfur gæðingur.“

Katla er bæði rúm, þjál og yfirveguð. Hún er jafnvíg á tölt og skeið en hér fer hún fallega undir eiganda sínum.

Katla hlaut í aðaleinkunn 8,77. Þar af hlaut hún 8,56 fyrir sköpulag og 8,88 fyrir hæfileika. Þar af hlaut hún einkunnina 9,0 fyrir tölt, skeið, hægt tölt og fegurð í reið og 9,5 fyrir samstarfsvilja.
Kostir Kötlu hafa svo endurspeglast í góðum árangri á keppnisbrautinni að undanförnu. Þannig hlutu þau Árni Björn og Katla einkunnina 7,73 í forkeppni Fimmgangs F1 á Íslandsmótinu í hestaíþróttum í sumar sem mun vera hæsta einkunn í forkeppni í ár.

Að sögn Önju mun Katla vera í þjálfun hér á landi fram yfir næsta Landsmót.

Framúrskarandi hestagull

Anja hefur verið forfallinn hrossaræktandi í sautján ár. Hún er mikill fagurkeri sem heillast af útgeislun, fallegu höfuðlagi og gangmýkt í hrossum.

Anja segist vilja rækta falleg gæðahross og hestakostur hennar er ekki af verri endanum. Meðal hrossa í hennar eign eru stóðhestarnir Draupnir frá Stuðlum og Ódinn vom Habichtswald, sem hún á í sameign með Frauke Schenzel á Kronshof. Auk fyrrnefndra gæðingshryssa segist hún halda mikið upp á Þórhildi frá Hamarsey og Lýdíu frá Eystri-Hól, báðar hryssur með einkunnina 9,5 fyrir tölt.

Góður aðbúnaður mikilvægur

Hún segist heimsækja hrossin sín á Íslandi reglulega. Samstarf hennar við hrossaræktendur og þjálfara nær þó víða um Evrópu, þannig vinnur hún mikið með Frauke Schenzel á Kronshof í Þýskalandi auk þeirra Markus Albrecht í Sviss og Bjarna Jónassonar bæði í Sviss og á Íslandi að ónefndu farsælu samstafi hennar við Árna Björn Pálsson. Hrossin hennar séu því víða.

„Ég tel afar mikilvægt að hrossunum líði vel, að þeim sé búinn góður og rúmur aðbúnaður þar sem þau eru, hvort sem það er í þjálfun eða úti í haga,“ segir Anja.

Hún er dugleg við að ríða út og nefnir þrjú eftirlætis hross í reiðtúrum. „Það er tvímælalaust Katla, svo stóðhesturinn Ódinn vom Habichtswald og hyssan Úlfhildur frá Strönd, en hún er með 9,5 fyrir tölt og ég er með hana heima í Sviss.“

Mannlíf á Landsmóti
Hross og hestamennska 27. júlí 2022

Mannlíf á Landsmóti

Nýverið var haldið Landsmót hestamanna í 24. sinn, en það er einn stærsti íþ...

Hesturinn er sameiningartákn
Hross og hestamennska 19. júlí 2022

Hesturinn er sameiningartákn

Sautján konur hafa í fjórtán ár lagt upp í hestaferð kringum Jónsmessu. Þ...

Inntökuskilyrði kynbótahrossa
Hross og hestamennska 27. maí 2022

Inntökuskilyrði kynbótahrossa

Inntökuskilyrði kynbótahrossa verður með sama fyrirkomulagi og stefnt var að ári...

Reiðmenn fögnuðu útskrift
Hross og hestamennska 19. maí 2022

Reiðmenn fögnuðu útskrift

Útskriftarhátíð námsbrautarinnar Reiðmaðurinn hjá Endur­menntun LbhÍ var haldinn...

Uppfært kynbótamat í WorldFeng
Hross og hestamennska 9. mars 2022

Uppfært kynbótamat í WorldFeng

Kynbótamat hrossa (BLUP) er eitt af þeim verkfærum sem hrossaræktendur hafa aðga...

Skipuleggur stórhátíð á yfirferðargangi
Hross og hestamennska 21. febrúar 2022

Skipuleggur stórhátíð á yfirferðargangi

Landsmót hestamanna fer fram á Rangárbökkum hjá Hellu dagana 3.–10. júlí næstkom...

Dass af skemmtilegri tilviljun og heppni
Hross og hestamennska 10. desember 2021

Dass af skemmtilegri tilviljun og heppni

Ræktunarbú Birnu Tryggvadóttur og Agnars Þórs Magnússonar, Garðshorn á Þelamörk,...

Úrbætur aðkallandi í blóðmerabúskap
Hross og hestamennska 3. desember 2021

Úrbætur aðkallandi í blóðmerabúskap

Líftæknifyrirtækið Ísteka og Matvælastofnun liggja undir ásökunum um vanrækslu v...