Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Á Emstruleið.
Á Emstruleið.
Mynd / HKr.
Fréttir 21. október 2019

Skila á haustskýrslu umráðamanna hrossa í síðasta lagi 20. nóvember

Höfundur: Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri Búnaðarstofu og Bjarki Pjetursson
Matvælastofnun breytti í fyrra haustskýrsluskilum umráða­manna hrossa í þeim tilgangi að styrkja hagtölusöfnun um fjölda hrossa í landinu. WorldFengur (WF), upprunaættbók íslenska hestsins, bauð þá upp haust­skýrslu­skil í heimarétt hvers eiganda, sem mjög margir nýttu sér.
 
Tilgangurinn var að gera eigend­um hrossa auðveldara að skila árlegri haustskýrslu í Bústofni, því gögn úr WF fluttust þá með rafrænum hætti yfir í gagna­grunn Bústofns. Á móti þurftu eigendur hrossa að leggja nokkra vinnu í fyrsta skipti við að staðsetja hross sín á bú eða hesthús í þéttbýli, yfirfara skráningu um umráðamann og almennt yfirfara skráða hestaeign sína í WF. 
 
Margþætt hlutverk WorldFengs
 
Rétt er að leggja áherslu á að WorldFengur er allt í senn; uppruna­ættbók íslenska hestsins á veraldarvísu, skýrsluhaldskerfi og hjarðbók.  Þeir búfjáreigendur sem eiga annað búfé en hross skila áfram haustskýrslu í gegnum Bústofn eins og verið hefur. 
 
Það er ekki nokkur vafi á því að með þessu nýja fyrirkomulagi náðist umtalsverður árangur í að bæta hagtölusöfnun um hrossaeign í landinu og bæta lögbundna skráningu hrossa í hjarðbók, og á sama tíma að auðvelda skil til lengri tíma litið á haustskýrslu fyrir þorra hestamanna í þéttbýli. 
 
Breytingar í samræmi við lög
 
Breytingarnar sem voru gerðar síðastliðið haust á skráningum haustskýrslna og í heimarétt WF auðvelda umráðamönnum hrossa að uppfylla ákvæði laga um búfjárhald og reglugerðar um merkingar bú­fjár. Jafnframt leiddi hið nýja fyrirkomulag til þess að auðveldara er að átta sig á hvar þurfi að styrkja eftirlit með hagtölusöfnininni hjá þeim sem hafa hunsað lögbundna skráningu hrossa í hjarðbók og/eða á haustskýrslu. 
 
Matvælastofnun hefur nú upp­lýs­ingar um fjölda hrossa sem eigendur hafa ekki örmerkt, tölvuvert var um leiðréttingar á afdrifum hrossa og geldingi stóðhesta. Matvælastofnun mun fylgja fast á eftir að skráningar í hjarðbækur og merkingar hrossa séu fullnægjandi. 
 
Dýraeftirlitsmenn Matvæla­stofnunar geta nú með sérstöku eftirlitsAppi með tengingu við App-Feng skimað örmerki í hrossum í hesthúsum, og fengið strax upplýsingar um hvort hross hafi verið talið fram á haustskýrslu og skráð í WF, auk upplýsinga um hross og umráðamenn úr WF og Bústofni.  
 
Aftur komið að haustskýrslum
 
Nú er komið að haustskýrslu­skilum að nýju, en skila á haustskýrslu eigi síðar en 20. nóvember nk. í samræmi við lög um búfjárhald. Eigendur hrossa eru vinsamlega beðnir um að yfirfara skráningu í heimarétt WorldFengs og gera þær leiðréttingar sem nauðsynlegar eru, ef þeirra er þörf.
 
Rétt er að benda á að skv. 11. gr. laga um búfjárhald ber umráðamaður búfjár kostnað af eftirliti reynist haustskýrsluskil ófullnægjandi. Allir hestaeigendur geta fengið sérstakan hjarðbókaraðgang að WF þeim að kostnaðarlausu. Aðgang að hjarðbók veitir tölvudeild Bænda­samtaka Íslands (netfang: tolvudeild@bondi.is). Þá veitir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins einnig aðstoð við skráningu á haustskýrslum og skýrsluhald í hrossarækt. 
 
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar og 
Bjarki Pjetursson, sérfræðingur hjá Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...