Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýtt ræktunartakmark í íslenskri hrossarækt
Fréttir 2. mars 2020

Nýtt ræktunartakmark í íslenskri hrossarækt

Höfundur: Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður í hrossarækt - thk@rml.is
Á aðalfundi FEIF sem haldinn var á Íslandi í byrjun febrúar var samþykkt nýtt ræktunartakmark fyrir íslenska hestinn. Það var Ísland, ásamt kynbótanefnd FEIF, sem lagði til breytingar á hinum almennu ræktunarmarkmiðum fyrir íslenska hestakynið og vægistuðlum eiginleikanna í aðaleinkunn. Einnig hefur dómskali einstaklingsdóma verið uppfærður og var ný útgáfa hans einnig samþykkt á FEIF þinginu. 
 
Almenn ræktunarmarkmið
 
Ræktunarmarkmið í íslenskri hrossarækt er annars vegar skilgreint í almennum markmiðum og hins vegar í sérstökum markmiðum. Hin almennu markmið ná yfir heilbrigði, frjósemi og endingu, þar sem ræktunartakmarkið miðar að því að rækta heilbrigðan, frjósaman og endingargóðan hest – hraustan íslenskan hest; liti, þar sem ræktunartakmarkið er að viðhalda öllum mögulegum litaafbrigðum innan stofnsins og stærð, en hið opinbera ræktunartakmark gefur færi á allmiklum breytileika hvað varðar stærð hrossanna. 
 
 
Þá fjalla hin sérstöku ræktunar­markmið um hver stefnan er innan sköpulags og reiðhestshæfileika. Skilgreining ræktunarmarkmiðsins fyrir íslenska hestinn felst einnig í þeim eiginleikum sem metnir eru í kynbótadómnum, skilgreiningu úrvalseinkunnar innan hvers eiginleika og vægi hvers og eins eiginleika í aðaleinkunn. Búið er að yfirfara hin almennu og sérstöku markmið og útlista betur hver þau eru. Það hefur verið gert með því að bæta inn lýsingu á hlutverkum hestsins og gera grein fyrir markmiðinu hvað geðslag hestsins varðar. Stefnan hvað bygginguna snertir hefur verið uppfærð með aukna áherslu á byggingarlag sem stuðlar að eðlisgóðri ganghæfni. Þá hefur markmiðið með ganglag hestsins verið skrifað á mun ítarlegri hátt, þar sem æskilegu ganglagi og líkamsbeitingu hestsins er lýst almennt eða óháð gangtegund. Nýjustu útgáfuna af hinum almennu og sérstöku markmiðum má nálgast inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, rml.is, undir Kynbóta­starf/Hrossarækt. Rækt­unar­markmiðinu innan hvers eiginleika er lýst í einkunninni 9,5-10 en lýsingu á því má finna í stigunarkvarða einstaklingsdóma sem er birtur á sama stað inni á heimasíðu RML.
 
Vægi eiginleikanna
 
Þá hefur vægi eiginleikanna í aðaleinkunn verið breytt og helstu breytingarnar eru í stuttu máli þessar: Vægi reiðhestskostanna hefur verið hækkað úr 60 í 65% og því lögð enn meiri áhersla á ganghæfni hrossanna. Þetta gaf færi á því að hækka heildarvægi grunngangtegundanna (fet, brokk og stökk) en það er gert til þess að leggja meiri áherslu á hina fjölhæfu hestgerð innan stofnsins, hvort sem hún býr yfir fjórum eða fimm gangtegundum. Hægt stökk er nú skilgreint sem sér eiginleiki. Gæði á hægu stökki hefur verið hluti af einkunn fyrir stökk hingað til en verðmætt er að hægt stökk hafi bein áhrif á aðaleinkunn hrossa. Aðgengilegt er að skilgreina hægt stökk og stökk sem tvo eiginleika þar sem um tvær gangtegundir er í raun að ræða, þrítakta hægt stökk og fjórtakta hratt stökk og er talað um þetta sem tvær gangtegundir í mörgum löndum. Þá hefur vægi á bak og lend verið hækkað þar sem rannsóknir á tengslum byggingar og hæfileika styðja að leggja meiri áherslu á þennan eiginleika. Þá hefur heiti á vilja og geðslagi verið breytt í samstarfsvilja. Þetta er gert þar sem meiri áhersla er í nýjum skala á þjálni og yfirvegun hestsins. Einnig er skilgreining eiginleikans afmarkaðri í nýjum dómskala þar sem marga þætti geðslagsins er ekki hægt að meta með góðu móti með sjónmati.
 
Að lokum, og í raun vægi eiginleikanna óviðkomandi, hefur verið ákveðið að reikna tvær aðaleinkunnir fyrir hvern hest. Auk aðaleinkunnar eins og hún er reiknuð í dag verður sérstök fjórgangseinkunn einnig reiknuð þar sem vægi skeiðs er tekið úr útreikningi á aðaleinkunn og dreift hlutfallslega út á aðra eiginleika hæfileikanna. Þetta er gert til þess að auðvelda samanburð á milli hrossa og gera hann enn áhugaverðari. Þá koma til með að birtast tvær einkunnir til viðbótar fyrir hvern hest í WorldFeng; aðaleinkunn hæfileika og aðaleinkunn, byggðar á fjórum gangtegundum, auk samstarfsvilja og fegurðar í reið. Þetta myndi vera gert fyrir öll hross hvort sem þau sýna skeið eða ekki.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...