Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Jóhann R. Skúlason, knapi ársins, og Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamanna á Uppskeruhátíðinni.
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Jóhann R. Skúlason, knapi ársins, og Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamanna á Uppskeruhátíðinni.
Hross og hestamennska 13. desember

Jóhann R. Skúlason er knapi ársins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins á Uppskeruhátíð hestamanna sem fram fór á dögunum. Fremstu afreksknapar hér á landi sem og fremstu ræktunarbú ársins 2019 voru heiðruð  á hátíðinni.

Jóhann Rúnar vann þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Einnig á hann hæstu tölteinkunn ársins, 8,90.

Aðrir knapar sem hlutu verðlaun á hátíðinni voru, Benjamín Sandur Ingólfsson sem valinn var efnilegasti knapi ársins 2019, Konráð Valur Sveinsson hreppti nafnbótina skeiðknapi ársins 2019 og Hlynur Guðmundsson var valinn gæðingaknapi ársins. Jóhann Rúnar var íþróttaknapi ársins og Árni Björn Pálsson kynbótaknapi ársins. Þá var tilkynnt um að Syðri Gegnishólar/Ketilsstaðir hefði fengið verðlaun í flokki keppnishestabúa ársins og Stuðlar eru ræktunarbú ársins 2019. 

Bjarnleifur heiðraður

Á Uppskeruhátíðinni veitti Landssamband hestamanna, LH Bjarnleifi Árna Bjarnleifssyni heiðursverðlaun LH en hann hefur starfað í félagsmálum hestamanna óslitið í 30 ár og er enn að. Hann var formaður landsliðsnefndar LH í tíu ár, frá hausti 2003 til ársins 2013. Bjarnleifur hefur áður hlotið viðurkenningu fyrir óeigingjant starf í þágu hestamanna, hann hefur hlotið félagsmálaskjöld og starfsmerki UMSK og gullmerki Landssambands hestamannafélaga. Heiðursverðlaun Félags hrossabænda hlaut Baldvin Kr. Baldvinsson fyrir ræktun sína á kynbótahrossum og keppnishrossum frá Torfunesi. 

Elsa Albertsdóttir ráðin ræktunarleiðtogi íslenska hestsins
Hross og hestamennska 21. september

Elsa Albertsdóttir ráðin ræktunarleiðtogi íslenska hestsins

Elsa Albertsdóttir hefur verið ráðin til að taka við starfi Þorvaldar Kristjánss...

Afkvæmaverðlaun í hrossarækt
Hross og hestamennska 26. maí

Afkvæmaverðlaun í hrossarækt

Í kjölfar breytinga á kynbótamati í hrossarækt, sem kynnt var í blaðinu fyrir sk...

Skráningar á kynbótasýningar vorsins
Hross og hestamennska 18. maí

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað var fyrir skráningu á kynbótasýningar vorsins í byrjun maí og er það nánar...

Skráningar á folöldum og fleira tengt skýrsluhaldi
Hross og hestamennska 27. apríl

Skráningar á folöldum og fleira tengt skýrsluhaldi

Þrátt fyrir að ástandið í þjóðfélaginu sé fordæmalaust eins og við höfum heyrt a...

Nýtt kynbótamat í hrossarækt
Fræðsluhornið 24. apríl

Nýtt kynbótamat í hrossarækt

Unnið hefur verið að þróun kynbótamats hrossa að undanförnu. Það er tölvudeild B...

Tuttugu og sjö hross sem bólusett hafa verið gegn sumarexemi flutt úr landi
Hross og hestamennska 6. apríl

Tuttugu og sjö hross sem bólusett hafa verið gegn sumarexemi flutt úr landi

Lokahnykkur rannsóknar á sumar­exemi í íslenskum hestum hófst mánudaginn 16. mar...

Repjuolía sem orkugjafi fyrir hross
Hross og hestamennska 6. apríl

Repjuolía sem orkugjafi fyrir hross

Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi, er iðinn í nýsköpun...

Endurbætur gerðar á reiðhöllinni á Blönduósi
Hross og hestamennska 24. mars

Endurbætur gerðar á reiðhöllinni á Blönduósi

Hestamannafélagið Neisti á Blönduósi fagnaði 20 ára afmæli sínu í liðinni viku. ...