Auk þess að hljóta gríðarlega góðan dóm fyrir hæfileika er Fróði frá Flugumýri líka augnayndi. Hann fékk 8,45 fyrir sköpulag, þar af einkunnina 9 fyrir samræmi, háls, herðar og bóga. Ræktandi hans og sýnandi, Eyrún Ýr Pálsdóttir, stefnir með hann á keppnisbrautina í framtíðinni.
Auk þess að hljóta gríðarlega góðan dóm fyrir hæfileika er Fróði frá Flugumýri líka augnayndi. Hann fékk 8,45 fyrir sköpulag, þar af einkunnina 9 fyrir samræmi, háls, herðar og bóga. Ræktandi hans og sýnandi, Eyrún Ýr Pálsdóttir, stefnir með hann á keppnisbrautina í framtíðinni.
Mynd / ghp
Hross og hestamennska 8. október 2021

Geðprúður mýktarhestur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Geðgóð hæfileikahross sem sýna afköst ung að aldri hljóta að vera markmið og draumur hvers hrossaræktanda.

Það var enginn skortur á slíkum gripum á kynbótabrautinni í ár því 34 hross fædd árið 2017 fengu fyrstu verðlaun í aðaleinkunn. Stóðhesturinn Fróði frá Flugumýri hlaut hæstu einkunn fjögurra vetra hrossa í ár en ræktendur hans eru Eyrún Ýr Pálsdóttir og Teitur Árnason.

„Fróði er afskaplega yfirvegaður og jafn á öllum gangi. Hann er fljótur að svara og læra. Hann er allur svo skemmtilega léttur, ég hef aldrei verið með svona klárhest áður,“ segir Eyrún en kostir hans fóru ekki framhjá neinum í kynbótadómnum enda hlaut hann einkunnina 9 fyrir tölt, brokk, greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið og 8,31 fyrir hæfileika sem reiknast sem 8,91 án skeiðs sem hlýtur að teljast væn einkunn fyrir ekki eldri hest.

Þegar hross sýna svo mikil afköst á unga aldri þarf að passa vel upp á þau og varast að fara fram úr þeim, eins og Eyrún kemst að orði. „En Fróði gerði þetta allt sjálfur. Ég æfði hann einu sinni á brautinni í Hafnarfirði, það var kolvitlaust veður en klárinn var magnaður og við Teitur vorum sammála um að hann væri að fara að gera góða hluti, svo ég mætti með hann í dóm viku seinna og allt gekk upp. Það er eflaust vegna þess hve eðlisgóður hann er á gangtegundunum. Þetta mikla fjaðurmagn, skreflengd og framganga hans í reið skiluðu sér greinilega til dómaranna, því einkunnir voru á pari við það sem við höfðum ímyndað okkur.“

Óvænt hryssukaup

Eyrún Ýr segist hafa eignast móður Fróða, Fýsn frá Feti, fyrir tilviljun árið 2014. „Ég kynntist henni þegar hún var orðin fullorðin hryssa, þá búin að vera í folaldseignum í nokkur ár. Nýr eigandi hennar þá bað mig um að þjálfa hana til að finna hvernig hryssa hún væri áður en hann léti hana í frekari folaldseignir. Ég varð svo svakalega hrifin af henni að ég varð að eignast hana,“ segir Eyrún, sem á ekki langt að sækja skynbragð fyrir góðum kynbótahrossum, enda fædd og uppalin á hrossaræktarbúinu Flugumýri og hefur kennt ræktun sína við búið.

„Ég fékk í vöggugjöf heiðurs­verðlaunahryssuna Kolskör frá Gunnarsholti og hef ræktað undan henni síðan. Ég á m.a. tvær hátt dæmdar hryssur undan henni sem eru í ræktun hjá mér og byrjaðar að skila mér góðum afkvæmum,“ segir Eyrún en hún og sambýlismaður hennar, Teitur Árnason, fá á bilinu 5–10 folöld á ári.

„Við eigum einnig nokkrar hryss­ur í sameign með öðrum ásamt því að fá að halda gæðahryssum sem við höfum haft í þjálfun. Gaman er að segja frá því að við sýndum fjögur hross úr okkar ræktun í ár. Meðalaldurinn var 5 vetra og aldursleiðrétt aðaleinkunn 8,29.“

Faðir Fróða er Hringur frá Gunnarsstöðum I. „Ég hef alltaf verið svakalega hrifin af Hring, man sérstaklega eftir honum þegar hann kom fram 5 vetra og ákvað þá að ég yrði að nota hann. Hann er mín týpa, hágengur og léttur klárhestur. Ég man líka eftir mömmu Hrings sem var ótrúlega flott meri,“ segir Eyrún sem lumar á fleiri afkvæmum Hrings í hrossastóðinu.

Gæðatamning litlu systur

Eyrún Ýr sendi Fróða í tamningu í vetur til yngri systur sinnar, Þórdísar Ingu, sem þá var í Skagafirði í Hólaskóla. „Ég sendi alltaf nokkur góð hross til hennar því ég veit að hún er mjög fær tamningakona. Enda tamdi hún Fróða frábærlega. Þegar hún kom svo hingað til okkar í verknám í vor tók ég við honum. Þá fann ég strax að hann var óvenjulegur,“ segir Eyrún Ýr.

Hún vonast til að geta notað Fróða sem keppnishest í framtíðinni, en fyrst muni hún stefna með hann aftur á kynbótabrautina.

Geðprúður mýktarhestur
Hross og hestamennska 8. október 2021

Geðprúður mýktarhestur

Geðgóð hæfileikahross sem sýna afköst ung að aldri hljóta að vera markmið og dra...

Vel hestaður fagurkeri
Hross og hestamennska 27. september 2021

Vel hestaður fagurkeri

Anja Egger-Meier er svissneskur hrossaræktandi íslenska hestsins sem hefur einst...

Brautskráning frá Hestafræðideild Háskólans á Hólum
Hross og hestamennska 21. júlí 2021

Brautskráning frá Hestafræðideild Háskólans á Hólum

Valdís Björk Guðmundsdóttir hlaut Reiðmennskuverðlaun Félags tamingamanna, sem e...

Markmið Hagagæða er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands
Hross og hestamennska 8. janúar 2021

Markmið Hagagæða er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands

Hagagæði er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Félags hrossabænda. Landgræðsla...

Öflugt ár þrátt fyrir heimsfaraldur
Hross og hestamennska 10. desember 2020

Öflugt ár þrátt fyrir heimsfaraldur

Sýningarárið 2020 var að mörgu leyti öflugt ár í íslenskri hrossarækt. Þetta var...

31 hryssa með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi 2020
Hross og hestamennska 7. desember 2020

31 hryssa með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi 2020

Hryssan Þóra frá Prestbæ er í efsta sæti í heiðursverðlaunaflokki fyrir afkvæmi ...

Aukin eftirspurn eftir hrossum
Hross og hestamennska 18. nóvember 2020

Aukin eftirspurn eftir hrossum

Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, segir horfur í greininni góðar ...

Elsa Albertsdóttir ráðin ræktunarleiðtogi íslenska hestsins
Hross og hestamennska 21. september 2020

Elsa Albertsdóttir ráðin ræktunarleiðtogi íslenska hestsins

Elsa Albertsdóttir hefur verið ráðin til að taka við starfi Þorvaldar Kristjánss...