Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Færeyskir smáhestar. Allir færeyskir hestar í dag eru því afkomendur þriggja mera og eins graðhests.
Færeyskir smáhestar. Allir færeyskir hestar í dag eru því afkomendur þriggja mera og eins graðhests.
Mynd / Alessio Mesiano
Hross og hestamennska 26. október 2018

Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng

Höfundur: Vilmundur Hansen
Hestar af færeyska landnáms­stofninum eru í dag 93 en í heild eru hestar í Færeyjum um 700 og er stór hluti þeirra íslenskir hestar. Félagið Föroysk ross í samvinnu við Bændasamtök Íslands vinnur að gerð gagnabanka um færeyska hestinn. Gagnabankinn er byggður á WorldFeng. 
 
Hans Petersen, flugmaður og áhugamaður um færeyska hesta segir að færeyski hesturinn sé afkomandi hesta sem bárust til Færeyja með landnámsmönnum. 
 
„Hestarnir eru náskyldir norskum og íslenskum hestum og 95 til 96% erfðafræðilega. Færeysku hestarnir eru minni en þeir íslensku og ekki nema 122 sentímetrar upp á herðakamb að meðaltali og teljast því smáhestar.“
 
Í dag telur færeyski smáhesta­stofninn 93 einstaklinga auk þess sem hugsanlega gætu leynst einhverjir á Bretlandseyjum sem ekki er vitað um. Til samanburðar er talið að finna megi ríflega 1.500 villta pandabirni í heiminum. 
 
Föroyafengur í vinnslu
 
„Til eru mjög nákvæmar skrár um færeyska hestinn en þær eru mikið með gamla laginu og á spjaldskrám. Sem stendur er unnið að gerð gagnabanka með þessum upplýsingum í samvinnu við Bændasamtök Íslands og byggt á WorldFeng og mun færeyski gagnagrunnurinn kallast FöroyaFengur.“
 
Fundu fjóra einstaklinga
 
„Eitt af þeim vandamálum sem fylgir verndun færeyska hestsins er hversu fáir hestarnir eru. Vinna við verndun stofnsins hófst á seinni hluta sjötta áratugar síðustu aldar af áhugafólki um færeyska hestinn en þá voru einungis fjórir slíkir til í heiminum. Allir færeyskir hestar í dag eru því afkomendur þriggja mera og eins graðhests.“ 
 
Hans Petersen.
Félagið Föroysk ross var stofnað 1978 og hefur síðan unnið að varðveislu færeyska hestsins og safnað upplýsingum um hann. Í heimasíðu félagsins segir að um 1800 hafi færeyskir hestar í Færeyjum verið um 800. Vegna smæðar hestsins voru þeir aðallega notaðir til burða en þess á milli gengu hrossin sjálfala. Frá 1850 til 1920 seldu Færeyingar talsvert af hrossum til Bretlands þar sem þau voru notuð sem dráttardýr í kolanámum. Um svipað leyti og Færeyingar hófu útflutning á hrossum hófu þeir innflutning á erlendum hrossum annars staðar frá og aðallega frá Íslandi og Noregi. Áhugi Breta á færeyska hestinum dróst saman við aukna tæknivæðingu kolanámanna og segja má að færeyski hesturinn hafi orðið atvinnulaus. Með minnkandi áhuga á færeyska hestinum dró úr eftirspurn og um tíma var litið á hann heima fyrir sem hálfgerða plágu sem ekkert gagn var af.
 
Petersen segir að fyrsti formaður félagsins Föroysk ross hafi haft góð tengsl við Landbúnaðarháskólann í Svíþjóð og að gerðar hafi verið skyldleikarannsóknir á þeim sem leiddu í ljós að síðustu fjórir hestarnir voru það fjarskyldir að óhætt var að nota þá til áframeldis. „Á níunda áratug síðustu aldar var erfðaefni færeysku hestanna skoðað og sýndi niðurstaða þeirrar rannsóknar fram á hið sama.“
 
Mikilvægt að viðhalda færeyska hestinum
 
Petersen segir að verndun færeyska landnámshestsins sé mjög mikilvæg fyrir Færeyinga. „Við höfum glatað upprunalega fénu sem var flutt til eyjanna og líka upprunalega hundinum, nautgripunum og landnámshænunni þannig að það skiptir miklu fyrir okkur að viðhalda færeyska hestinum.“
 
Að sögn Petersen vonast hann til að í framtíðinni verði hægt að flytja færeyska hestinn út til annarra landa og fjölga honum þannig því að bæði vegna smæðar eyjanna og hestsins geti Færeyingar ekki viðhaldið nema ákveðnum fjölda hrossa. Af þeim 93 færeysku hestum sem til eru í dag eru um 20 í eigu landsstjórnarinnar. 
 
„Stjórnvöld í Færeyjum eru jákvæð í okkar garð og hafa veitt okkur fé til verkefnisins og fyrir það erum við hjá Föroysk ross mjög þakklát, auk þess erum við sem að verkefninu stöndum mjög þakklát fyrir þá aðstoð sem Bændasamtök Íslands hafa veitt okkur,“ segir Hans Petersen.
Mannlíf á Landsmóti
Hross og hestamennska 27. júlí 2022

Mannlíf á Landsmóti

Nýverið var haldið Landsmót hestamanna í 24. sinn, en það er einn stærsti íþ...

Hesturinn er sameiningartákn
Hross og hestamennska 19. júlí 2022

Hesturinn er sameiningartákn

Sautján konur hafa í fjórtán ár lagt upp í hestaferð kringum Jónsmessu. Þ...

Inntökuskilyrði kynbótahrossa
Hross og hestamennska 27. maí 2022

Inntökuskilyrði kynbótahrossa

Inntökuskilyrði kynbótahrossa verður með sama fyrirkomulagi og stefnt var að ári...

Reiðmenn fögnuðu útskrift
Hross og hestamennska 19. maí 2022

Reiðmenn fögnuðu útskrift

Útskriftarhátíð námsbrautarinnar Reiðmaðurinn hjá Endur­menntun LbhÍ var haldinn...

Uppfært kynbótamat í WorldFeng
Hross og hestamennska 9. mars 2022

Uppfært kynbótamat í WorldFeng

Kynbótamat hrossa (BLUP) er eitt af þeim verkfærum sem hrossaræktendur hafa aðga...

Skipuleggur stórhátíð á yfirferðargangi
Hross og hestamennska 21. febrúar 2022

Skipuleggur stórhátíð á yfirferðargangi

Landsmót hestamanna fer fram á Rangárbökkum hjá Hellu dagana 3.–10. júlí næstkom...

Dass af skemmtilegri tilviljun og heppni
Hross og hestamennska 10. desember 2021

Dass af skemmtilegri tilviljun og heppni

Ræktunarbú Birnu Tryggvadóttur og Agnars Þórs Magnússonar, Garðshorn á Þelamörk,...

Úrbætur aðkallandi í blóðmerabúskap
Hross og hestamennska 3. desember 2021

Úrbætur aðkallandi í blóðmerabúskap

Líftæknifyrirtækið Ísteka og Matvælastofnun liggja undir ásökunum um vanrækslu v...