Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hringrásarhagkerfi er flokkað sem hagkerfi þar sem vörur, hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er.
Hringrásarhagkerfi er flokkað sem hagkerfi þar sem vörur, hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er.
Mynd / www.ssne.is
Fréttir 19. ágúst 2022

Hringrásarhagkerfi Íslands styrkt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis-, orku- og loftslags- ráðuneytið úthlutaði fyrir skömmu 230 milljónum króna til 22 verkefna sem ætlað er að efla hringrásarhagkerfið á Íslandi. Hæstu styrkir sem veittir eru til einstakra verkefna eru 20 milljónir króna.

Hringrásarhagkerfi er flokkað sem hagkerfi þar sem vörur, hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er. Innan kerfisins er hönnun og framleiðslu vöru þannig háttað að hún endist lengi og auðvelt er að gera við hana og endurvinna og er deiliþjónusta nýtt og neytendur endurnota vörur. Verði vara að úrgangi innan kerfisins tekur við skilvirk flokkun, söfnun og endurvinnsla sem heldur hráefnum í hringrás. Markmið hringrásarkerfisins er að draga úr auðlindanotkun, auka líftíma auðlinda og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur.

Fjölbreytt verkefni

Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni eru af margvíslegum toga og til marks um mikinn áhuga á hringrásarhagkerfinu um allt land. Heildarstyrkupphæðin var 230 milljónir króna, þar af er 141 milljón veitt vegna nýsköpunarverkefna og 89 milljónir vegna annarra verkefna.
Meðal verkefna sem ráðuneytið styrkir sem hluta af hringrásarhagkerfinu eru:

Græn efnavara úr úrgangi og útblæstri, Notkun plastúrgangs í stað kola í kísilmálms- og málmblendiframleiðslu, Endur-vinnsla á sláturúrgangi, Endurnýting byggingarefna á Íslandi og Blöndun kjötmjöls og mykju við áburðardreifingu.

Innleiðing hringrásarhagkerfis mikilvæg

Í tilkynningu vegna úthlutunar styrkjanna er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að innleiðing hringrásarhagkerfis sé mikilvægur liður í að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum.
„Það er því ánægjulegt og veitir tilefni til bjartsýni að skynja hversu mikill áhugi er á þessum málaflokki og verður áhugavert að fylgjast með framþróun þeirra verkefna sem hér hljóta styrk.“

Skylt efni: hringrásarhagkerfi

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...