Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrafninn
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 24. apríl 2023

Hrafninn

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Hrafninn, eða krummi, er vel þekktur í íslensku fuglafánunni. Hann er stærstu allra spörfugla og auðþekkjanlegur á stærð, útlit og hljóði. Hans er víða getið í þjóðsögum, vísum, söngtextum, göldrum og hjátrú. Þeir eru hrekkjóttir og uppátækjasamir líkt og fuglinn á myndinni sem var að tína lauf og greinar af ösp. Þeir eru einstaklega gáfaðir og enn þann dag í dag eru rannsóknir að sýna fram á að þeir fuglar sem eru í ætt hröfnunga (hrafnar, krákur, skjór o.fl) sýna einstaka hæfileika í að leysa verkefni, búa til áhöld, eru minnugir t.a.m. á andlit, og margir hæfileikar þeirra er eitthvað sem áður var talið að væri eingöngu að finna í fari manna. Hér á Íslandi eru hrafnar útbreiddir um allt land. Hrafninn helgar sér óðal sem hann ver af miklum krafti. Þeir verpa gjarnan í klettum og giljum en nokkuð er um að þeir geri sér líka hreiður í alls konar mannvirkjum. Undanfarin ár hefur síðan færst í aukana að þeir geri sér hreiður í trjám. Þeir parast snemma og má búast við því nú þegar að fuglar séu farnir að huga óðali sínu.

Skylt efni: fuglinn

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...